Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 18
18 31. mars 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Fyrir tæpum þremur árum fóru fram-kvæmdir við álver Norðuráls í Helgu- vík af stað. Grundvöllur framkvæmdanna var orkusölusamningar við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur. Ári síðar sam- þykkti Alþingi með góðum meirihluta fjárfestingarsamning vegna álversins. Þar með voru öll skilyrði fyrir fram- kvæmdunum uppfyllt. Síðan þá hafa framkvæmdirnar tafist og lent í þrátefli. Sveitarfélögin seldu sinn hlut í HS Orku og misstu þar með forræð- ið yfir áformum þess um orkusölu. Nýir eigendur hafa ekki viljað standa að jafn mikilli orkusölu og hinir fyrri til álvers- ins. Norðurál stefndi í kjölfarið HS Orku í gerðardóm í Svíþjóð. Nú síðast bætast við erfiðleikar OR og vangeta til að standa við sinn hlut orkuöflunarinnar. Mikið er undir í atvinnulegu tilliti, rétt eins og það skiptir miklu máli að kísil- verksmiðja Thorsil í Þorlákshöfn verði að veruleika, en þá þarf að virkja á heiðinni. Það sem þarf að gerast á næstu vikum til að framkvæmdirnar fari af stað og nokkur þúsund störf skapist á nokkrum mánuðum með þeim afleiðingum að sam- dráttur í mannvirkjageiranum svo gott sem sópist í burtu og hið mikla atvinnu- leysi á Suðurnesjum gangi niður er m.a.: 1. HS Orka og Norðurál nái samningum og taki málið úr gerðardómi. Það kemur í ljós í næstu viku þegar fulltrúar móð- urfélaga þeirra funda í Bandaríkjunum hvort það takist en nú er til þrautar reynt. 2. Sterkir fjárfestar og/eða Landsvirkj- un gangi inn í virkjanaáform OR vegna Helguvíkur og annarra nýframkvæmda. Taki samninga um túrbínukaup yfir ásamt orkusamningum við t.d. Thorsil og Norðurál. 3. Landsvirkjun tryggi orku í þriðja áfanga álversins með umframorku í kerfi sínu og þeirri orku sem til ráðstöf- unar verður eftir að gerð rammaáætl- unar um nýtingu og náttúruvernd lýkur á næstunni. Þetta þarf að ganga fram til að fram- kvæmdir haldi áfram og nái hástigi. Ég tók málið upp við formann iðnaðarnefnd- ar á Alþingi í vikunni og sagði hann að á næstu dögum myndi nefndin funda með þeim sem að málum standa og freista þess að ná jákvæðri niðurstöðu í það. Mikið er undir og engin ástæða til að afskrifa orkuframkvæmdirnar þótt tafist hafi. Nú er lag að koma hlutunum á hreyf- ingu og framkvæmdum af stað á ný. Staðan á Helguvík Atvinnumál Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar Raddir fólksins Stefán Einar Stefánsson viðskipta- siðfræðingur var í gær útnefndur sigur- vegari formannskosninga í VR og mun því gegna því embætti næstu tvö árin. Varla má þó segja að kjör Stefáns hafi verið sannfærandi, þar sem hann hlaut alls 977 atkvæði, eða um 20 prósent greiddra atkvæða og skákaði þannig naumlega Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, sem var með rúm 18 prósent atkvæða. Enn merkilegra er þó að kosningaþátttaka VR-félaga var mjög dræm þar sem 4.867 manns af 28.419 nýttu sér kosningarétt sinn. Verðandi for- maður stærsta stéttarfélags landsins situr þar með í umboði 3,5 prósenta allra félagsmanna. Blessað lýðræðið lætur ekki að sér hæða – eða jú, stundum. Kynleg tíðindi Áhugafólk um baráttu gegn kyn- bundnum launamismun hlýtur þó að fagna kjöri Stefáns þar sem hann telur sig hafa lausn á þeim mikla órétti sem sannarlega hefur við- gengist of lengi. Hann hyggst ræða við forsvars- menn fyrirtækja og fá þá til að hætta að gera upp á milli fólks á grundvelli kynferðis. Það plan getur ekki klikkað. Brotthvarf Þó að sigur Stefáns sé ekki afdrátt- arlaus er höfnun VR-félaga á sitjandi formanni nær alger. Kristinn Örn Jóhannesson hlaut rétt innan við 10 prósent atkvæða, og varð í sjötta sæti af sjö fram- bjóðendum. Framboð hans kom nokkuð á óvart, enda ekki ofsagt að hann hafi ekki setið á friðarstóli. Hann taldi sig eiga ókláruð verkefni. Félagsmenn voru greinilega ekki á sömu skoðun. thorgils@frettabladid.is K rafa Samtaka atvinnulífsins, um að afstaða ríkisstjórnar- innar til framtíðarfyrirkomulags fiskveiðistjórnunar liggi fyrir áður en gerð verður lokatilraun til að ná kjarasamningum til þriggja ára, mætir litlum almenn- um skilningi. Hvað kemur fiskveiðistjórnunin eiginlega kjarasamningum við? spyrja margir. Í þeim hópi eru forystumenn ríkisstjórnarinnar, sem skilja ekkert í þessum hamagangi í atvinnurekendum. Í dag er von á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir af hálfu ríkisins til að greiða fyrir kjarasamningunum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra kvað upp úr með það í gær að í þeirri yfirlýsingu yrði ekkert um sjávarútveginn. En hvað kemur fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar almennum kjarasamningum í landinu við? Stjórnkerfi fiskveiða getur haft gríðarlega þýðingu fyrir afkomu og vöxt greinarinnar. Við skulum ekki gleyma að hér á landi er sjávarútvegurinn ein af undirstöðuatvinnugreinunum og skapar stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Hann er ekki ríkisstyrkt atvinnugrein, rekin með félags- og byggðasjónarmið í huga eins og í mörgum nágrannalöndum okkar. Á meðan allt er á huldu um það hvaða breytingar á að gera á stjórn fiskveiða, halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum. Þau ráðast ekki í nýjar fjárfestingar. Þau panta ekki vörur eða þjónustu frá öðrum fyrirtækjum umfram það nauðsynlegasta. Það eitt þýðir að sjávarútvegurinn leggur ekki það af mörkum sem hann gæti til að koma atvinnulífinu aftur í gang. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur stuðlað að mikilli hag- ræðingu og bættri afkomu greinarinnar. Menn hljóta að fara var- lega í breytingar, sem geta haft áhrif til hins gagnstæða. Innköllun veiðiheimilda getur haft neikvæð áhrif á stöðu sjávarútvegsfyrir- tækja gagnvart lánardrottnum og birgjum. Verði áhrifin þau að tekjur sjávarútvegsfyrirtækja minnki, getur það haft sín áhrif á gengi krónunnar og þar með lífskjör almennings. Af öllum þessu ástæðum kemur fyrirkomulag fiskveiði- stjórnunar almennum kjarasamningum í landinu við. Ekki er þar með sagt að hagsmunaaðilar eigi að ráða stefnu stjórnvalda. En vinnubrögðin í kringum þá „sátt“ sem ríkisstjórnin segist vilja skapa um sjávarútveginn hafa verið undarleg. Fyrst var sett á fót nefnd, þar sem náðist víðtækt samkomulag um svo- kallaða samningaleið. Í stað þess að vinna með þá niðurstöðu fyrir opnum tjöldum, hafa stjórnvöld unnið bak við luktar dyr að frum- varpi sem enginn veit hversu langt gengur. Sjávarútvegsráðherra lét ekki svo lítið að mæta á fund með forystumönnum stjórnar- flokkanna og forsvarsmönnum fyrirtækjanna, sem höfðu beðið um slíkan fund mánuðum saman til að fá skýr svör. Forsvarsmenn atvinnulífsins hafa ekki farið fram á óbreytt kerfi fiskveiðistjórnunar. Þeir hafa þvert á móti lýst sig reiðubúna að gera talsvert miklar breytingar. Það er eiginlega ekki nema sjálf- sögð kurteisi að gera þeim grein fyrir því, þegar menn standa frammi fyrir því að skuldbinda fyrirtækin í landinu til þriggja ára, hvaða breytingar eigi að gera á rekstrarumhverfi einnar helztu atvinnugreinarinnar. Í þessu eins og mörgu öðru er óvissan verst – og óvissuþættirnir eru nógu margir nú þegar. Hvað koma sjávarútvegsmál kjarasamningum við? Óvissan er verst Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.