Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 60
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR36 folk@frettabladid.is Ólafur Jóhannesson er sennilega einn afkastamesti kvikmynda- gerðarmaður landsins þótt honum sé eflaust lítið um þann titil gefið sjálfum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leik- stjórann um nýja sýn á kvik- myndagerðina og leiðina heim til Búðardals. „Mér líður bara nokkuð vel. Það eru allir með eitthvað í sínu lífi sem bíður dóms annarra. Og þá myndast ákveðið spennuástand og áttavitinn ruglast eilítið,“ segir Ólafur Jóhannesson kvikmyndaleikstjóri en mynd hans, Kurteist, fólk verður frumsýnd í kvöld. Kurteist fólk segir frá Lárusi, verkfræðingi með allt niðrum sig í vinnunni og einkalífinu, sem lýgur sig inn í lítið samfélag úti á landi og lýsir því yfir að hann ætli að bjarga slátur- húsi staðarins. Og allt hefur þetta auðvitað sínar kostulegu afleiðingar. Valinn maður er í hverju hlutverki en aðalhlutverkin eru í höndum Stefáns Karls Stefánssonar, Eggerts Þorleifs- sonar og Ágústu Evu Erlendsdóttur. „Mig langaði til að gera fjöl-persónu kvikmynd úti í sveit um pólitíska spill- ingu. Spillingarmálin á Íslandi eru nefnilega svo fyndin, menn athafna sig fyrir opnum dyrum en af því að Íslend- ingar eru svo uppteknir við vinnu þá nenna þeir ekki að mótmæla spilling- unni,“ segir Ólafur en myndin er mest- öll tekin upp í heimabæ leikstjórans, Búðardal. „Það var mjög notalegt að koma aftur heim, þetta var eigin- lega svona svipað eins og að fara í gott nudd. Við fengum mikla samvinnu frá heimamönnum, fengum að nota húsin þeirra í tökur og fólk fékk sér bara kaffi á meðan í næsta húsi. Þetta var því allt mjög heimilislegt.“ Ólafur er sennilega einn afkastamesti leikstjóri landsins og hefur verið nánast stanslaust að frá því að Blindsker, saga Bubba Morthens, var frumsýnd 2004. Fáum kemur það því á óvart að hann skuli klára tvær myndir þetta árið, Kurteist fólk er önnur þeirra og hin er Borgríki, hasarmynd um undirheima Reykjavíkur. „Myndirnar eru unnar á mjög ólíku tímabili og ég hef því skipt mínum tíma jafnt á milli þeirra og þannig getað komið alltaf ferskur inn, náð smá fjarlægð á þær.“ Ólafur viðurkennir að hann hafi breytt sínu verklagi, til að mynda séu tvö ár liðin frá því að formlegum tökum á Kurteisu fólki lauk. „Maður vill bara vanda sig við að framreiða þennan rétt. Maður hefur hvorki getu né hæfileika til að rumpa þessu út úr sér á örskots- stundu. Ég var alltaf að drífa mig svo- lítið. Helsti munurinn er hins vegar sá að ég hef lært að nota fólkið í kringum mig, ókunnugt fólk og samstarfsfólk.“ Ólafur ætlar að taka sér smá pásu núna, njóta þess að finna sumarið koma og finna ferskt loft. „Ég er líka kominn á þann stað að mig langar til að vinna með annarra manna verk, komast bara í vinnu einhvers staðar. Það er komin ný plata á fóninn og nú er bara að sjá hversu lengi hún endist, kannski verður hún bara smáskífa.“ freyrgigja@frettabladid.is Ég var alltaf að drífa mig svolítið TREYSTI Á SAMSTARFSFÓLKIÐ Ólafur segist hafa lært það að treysta á samstarfsfólk sitt og jafnvel ókunnugt fólk en kvikmynd hans, Kurteist fólk, verður frumsýnd í kvöld. Leikstjórinn segir það hafa verið heimilislegt að taka upp í heimabæ sínum, Búðardal. Hér er hann með framleiðandanum Kristínu Andreu Þórðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 10 Ísraelska söngkonan Dana Inter- national mun klæðast kjól eftir tískuhönnuðinn heimsfræga Jean-Paul Gaultier í Eurovision- keppninni í maí. Dana hefur úr átta kjólum að velja eftir Gaul- tier og gefur aðdáendum sínum kost á að kjósa á netinu um hvaða kjól hún skuli klæðast. Dana vann Eurovision árið 1998 og klæddist þá einnig kjól frá Gaultier. Fari svo að hún vinni Eurovision verður hún fyrsta sólósöngkonan sem fagnar sigri tvisvar sinnum í keppninni sem flytj- andi. Dana í kjól frá Gaultier Í GAUL- TIER-KJÓL Dana Inter- national verður í kjól frá Jean-Paul Gaultier í úrslitum Euro- vision. Söngkonan Lady Gaga er greini- lega fær í flestan sjó en hún gerðist nýverið dálkahöfundur hjá tímarit- inu V. Ekki er vitað hvað popp dívan ætlar að skrifa um en búist er við að það veki eftirtekt eins og allt sem hún tekur sér fyrir hend- ur. Líklegt þykir að Gaga skrifi um tísku en hún hefur verið mik- ill frumkvöðull í tískuheiminum undanfarið og er því trúverðugur dálkahöfundur á því sviði. Fyrsti pistilinn hennar kemur í sumarútgáfu blaðsins sem væntanleg er í verslanir 12. maí. Lady Gaga verður dálkahöfundur Í BLAÐABRANSANN Poppdívan Lady Gaga getur nú bætt starfsheitinu dálka- höfundur á ferilskrána en frumraun hennar á því sviði kemur út 12. maí í tímaritinu V. NORDICPHOTOS/GETTY ÁR skilja að kólumbísku söngkonuna Shakiru, sem 34 ára, og hinn 24 ára fótboltakappa Gerard Pique hjá Barcelona. Shakira birti mynd af þeim saman á Twitter-síðu sinni og staðfesti þar með ástarsam- band þeirra. TILBOÐ Á JOHN FRIEDA HÁRVÖRUM! Ódýrasti hluturinn fylgir með. 31. MARS.- 06. APRÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.