Fréttablaðið - 31.03.2011, Page 6
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR6
SAMFÉLAGSMÁL Innanríkisráðherra
mun á næstu dögum skipa starfs-
hóp sem ætlað er að móta fram-
tíðarstefnu um ættleiðingar hér
á landi og undirbúa nauðsynlegar
lagabreytingar.
„Við leggjum mikið kapp á það í
þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti
mannréttindamála, að hafa þessi
mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur
Jónasson innanríkisráðherra.
Hann segir að lagfæra verði þær
brotalamir sem komið hafi í ljós,
en tekur fram
að margt hafi þó
verið vel gert og
ekki sé ætlun-
in að umturna
kerfinu.
Þórunn Svein-
bjarnardóttir,
þingmaður Sam-
fylkingarinnar,
verður formað-
ur starfshóps-
ins. Starfshópnum verða ekki sett
tímamörk, en Ögmundur segist
leggja áherslu á að hann vinni
hratt og vel.
Vinna hópsins mun byggja að
verulegu leyti á nýlegri úttekt
á málaflokknum sem unnin var
fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram
að Ísland skeri sig frá hinum Norð-
urlöndunum hvað varði fjölda,
menntun og sérhæfingu þeirra
sem vinni að málaflokknum. Hér
séu starfsmenn sem sinni þess-
um málum of fáir og hafi að auki
öðrum skyldum að gegna.
Í úttektinni er mælt með að
starfsmönnum verði fjölgað.
Spurður hvort hægt sé að finna
fé til þess í núverandi efnahags-
ástandi segir Ögmundur þetta ekki
bara spurningu um peninga, held-
ur um forgangsröðun. Verið sé að
stokka upp alla stjórnsýsluna sem
heyri undir innanríkisráðuneytið,
þar með talið þennan málaflokk.
Í úttektinni er lagt til að grund-
vallarbreytingar verði gerðar á
því hvernig forsamþykki íslenskra
stjórnvalda fyrir því að fólk fái að
ættleiða barn verði breytt. Til að
mynda er lagt til að mat á umsækj-
endum verði flutt frá barnavernd-
arnefndum til einnar stofnunar.
Í skýrslunni er mælt með að sú
stofnun verði eitt af stóru sýslu-
mannsembættunum á höfuðborg-
arsvæðinu. Í dag sér sýslumað-
urinn í Búðardal um afgreiðslu
forsamþykkta. brjann@frettabladid.is
Styður þú ákvörðun Reykja-
víkurborgar að lána OR 12
milljarða króna?
JÁ 45,3%
NEI 54,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú farin(n) að skipuleggja
sumarfríið?
Segðu þína skoðun á visir.is
Lagfæra brotalamir
í ættleiðingarlöggjöf
Nýr starfshópur innanríkisráðherra mun móta framtíðarstefnu um ættleiðingar
á Íslandi. Byggir á nýlegri úttekt á stöðu ættleiðingarmála. Ekki spurning um
peninga heldur forgangsröðun segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
ÆTTLEITT Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri
úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið. NORDICPHOTOS/AFP
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06 ´07 ´08 ´09 ´10
50
40
30
20
10
0
Fjöldi ættleiðinga
frá útlöndum
Heimild: Hagstofa Íslands og Íslensk ættleiðing
FJÁRMÁL Strangar reglur verða um
starfsemi smálánafyrirtækja hér á
landi ef frumvarp verður að veru-
leika sem Árni Páll Árnason, efna-
hags- og viðskiptaráðherra, kynnti
fyrir ríkisstjórn á þriðjudag.
Í frumvarpinu er kveðið á um
skyldur fyrirtækjanna þar sem
þau þurfa meðal annars að veita
neytendum upplýsingar um árs-
vexti af lánum sínum.
Þá kveða lögin skýrt á um að
greiðslumat þurfi að fara fram
áður en lán er afgreitt og lántak-
endur megi greiða upp lán áður en
lánstíma lýkur, án þess að greiða
fyrir það hærri þóknun en sem
nemur kostnaði lánveitanda.
í athugasemdum ráðuneytis-
ins við frumvarpið segir að nauð-
synlegt sé að setja ramma utan
um slíka starfsemi. Þar segir að
kostnaður við lánin sé oft óhæfi-
lega hár, jafnvel 600 prósent
upphæðarinnar sem lánuð er.
Umsagnaraðilar gátu þess meðal
annars að starfsemi smálánafyrir-
tækja væri varasöm þar sem skil-
málar væru óljósir og „viðkvæm-
ir hópar“ gætu lent í vandræðum,
meðal annars ungt fólk í fjárþröng
og fólk með geðfötlun. - þj
Væntanlegt frumvarp boðar breytingar á fyrirkomulagi lánafyrirtækja:
Vilja skýrari skilmála smálána
Með frumvarpinu verður neyt-
anda gefinn réttur til að greiða
upp lánasamning áður en lánstími
er útrunninn. Í athugasemdum
við frumvarpið er dæmi tekið af
10.000 króna láni til 15 daga.
Vextir og kostnaður eru 2.500
krónur, en ef lánið er greitt upp
eftir fimm daga getur kostnaður-
inn ekki numið hærri upphæð en
833 krónum þar sem dagskostn-
aður samkvæmt samningnum var
166,6 krónur.
Uppgreiðsla lána
Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu!
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Golf
Hópþjálfun
Viltu verða betri í golfinu
og bæta heilsu þína og líðan?
Nýttu síðustu vikurnar fyrir sumarið
og byggðu þig upp fyrir golfið!
Fimm vikur -12 tímar með þjálfara
Mán, mið og fös. kl. 16.00 eða kl. 17.00
Þjálfari: Sveinn Ómar Sveinsson,
IAK einkaþjálfari og löggiltur FMS
„Bretar og
Hollendingar
myndu aldrei
endurgreiða
erlendum innistæðu-
eigendum kröfur
að upphæð sem
nemur þriðjungi
þjóðarframleiðslu ef
einn af stóru bönkum
þeirra færi í þrot”
Financial Times
12. desember 2010
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella
Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með
frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is
www.advice.is
VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Fló-
inn hefur keypt rekstur og allar
eignir brugghússins Ölvisholts af
þrotabúi félagsins. Að félaginu
standa heildsalan Karl K. Karls-
son, Eignarhaldsfélag Suðurlands
og fleiri.
Samkvæmt tilkynningu frá
félaginu verður rekstur félags-
ins á sömu nótum og áður og hug-
myndafræðin á bak við brugg-
húsið hefur ekki breyst. Nýir
eigendur eru bjartsýnir á áfram-
haldandi rekstur brugghússins.
Kaupverð er ekki gefið upp. - bj
Kaupa eignir Ölvisholts:
Byggja á sömu
hugmyndafræði
HEILBRIGÐISMÁL Einn heilbrigðis-
starfsmaður var sviptur starfs-
leyfi á síðasta ári og einum var
veitt lögformleg áminning. Að
auki fann landlæknisembættið að
við heilbrigðisstarfsmenn í þremur
tilvikum.
Landlæknisembættinu bár-
ust alls 252 kvartanir árið 2010,
en árið á undan voru þær 237.
Umkvörtunarefnin voru af marg-
víslegum toga, allt frá hnökrum
í samskiptum til alvarlegra mis-
taka. Algengasta umkvörtunar-
efnið var röng eða ófullnægjandi
meðferð líkt og verið hefur undan-
farin ár.
Kvartanir eftir sérgreinum,
jafnt vegna tilvika á stofnunum,
einkastofum eða annars staðar,
voru flestar, eða 45, í tengslum við
heimilislækningar enda eru flest
samskipti í heilbrigðisþjónustu
við heimilislækna. Næstflestar
kvartanir, 35 talsins, beindust að
bráða- og slysalækningum.
Um miðjan mars 2011 hafði
fengist niðurstaða í 176 málum, en
nítján málum frá 2009 var þá enn
ólokið. Af þessum 176 málum voru
26 kvartanir staðfestar að hluta
eða öllu leyti. - jss
Landlæknisembættinu bárust 252 kvartanir í fyrra:
Einn sviptur starfsleyfi
og annar áminntur
Helstu tilefni kvartana
2010
Röng meðferð 37
Ófullnægjandi meðferð 40
Ófullnægjandi eftirlit 9
Sjúkraskrá 23
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu 13
Samskiptaörðugleikar sjúklings
og starfsmanns 13
Röng greining 26
Trúnaðarbrot 7
Skottulækningar 2
Önnur atriði 64
Samtals 252
DÓMSMÁL Ragnar Önundarson,
fyrrverandi forstjóri Eurocard,
hefur kært Kastljósmennina
Helga Seljan og Sigmar Guð-
mundsson til siðanefndar
Blaðamannafélags fyrir
umfjöllun um samráð
kortafyrirtækja Íslands, að því
er segir á pressan.is.
Ragnar telur sig hafa orðið
fyrir ærumissi að ósekju. Í
kæru sinni setur Ragnar eink-
um út á það að hafa ekki fengið
tækifæri til að verja hendur
sínar.
Meðal annars hafi Helgi Selj-
an ekki boðið honum í Kastljós.
„Myndi ég sleppa því tækifæri
að fá mann í viðtal sem hafði
slíkar upplýsingar um í hönd-
unum?“ svarar Helgi á pressan.
is og Sigmar bætir við að vitni
séu að því að Ragnari hafi með
símtali verið boðið viðtal en
hann afþakkað.
- gar
Samráðsmál kortafyrirtækja:
Kastljósmenn
fyrir siðanefnd
KJÖRKASSINN