Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 10

Fréttablaðið - 31.03.2011, Side 10
31. mars 2011 FIMMTUDAGUR10 SKIPULAGSMÁL „Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stef- án Konráðsson, formaður skipu- lagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipu- lagsmál á Arnarnesi. Stefán segir það ekki rétt sem komið hafi fram hjá Auði Hall- grímsdóttur, varamanni lista Fólksins í bænum í skipulags- nefnd, að á íbúafundinum yrðu lögð fram drög að nýju deili- skipulagi heldur yrðu þar kynnt áhersluatriði skipulagsnefndar og ýmis álitamál. „Þegar við erum búin að fá fram athugasemdir og sjónarmið eftir fundinn verður unnin deiliskipu- lagstillaga sem verður að sjálf- sögðu auglýst. Þá gefst aftur tæki- færi til að gera athugasemdir,“ útskýrir Stefán. Þá segir Stefán það ekki rétt að gert sé ráð fyrir stíg meðfram ströndinni á Arnarnesi í aðal- skipulagi. Við gerð aðalskipulags árið 1995 hafi þáverandi skipu- lagsnefnd fallið frá þeirri hug- mynd. „Hugmyndinni var mót- mælt kröftuglega af fjölmörgum íbúum á þessum stað á þeim tíma. Eignarhaldið og legan var þann- ig að það var talið illframkvæm- anlegt að standa að stígagerð. Hins vegar sýnir aðalskipu- lagið svokallaða útivistarleið, sem þýðir að öllum er heimil för um fjöruna,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var einnig fjallað um óánægju íbúa í Túnunum sem segj- ast verða fyrir ónæði frá nálægu skátaheimili og klúbb- húsi Kiwanis-manna. Stefán segir að á fundi á dögunum með íbúum hverfisins hafi þessar athuga- semdir komið fram. „Við munum vinna með þær og koma síðan með okkar tillögu í nýju deiliskipulagi,“ segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. gar@frettabladid.is Eignarhaldið og legan var þannig að það var talið illframkvæmanlegt að standa að stígagerð. STEFÁN KONRÁÐSSON FORMAÐUR SKIPULAGSNEFNDAR GARÐABÆJAR 2. apríl 2011 kl. 10:00 - 16:00 Menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð Dagskrá á www.sniglar.is MÁLÞING UM HAGSMUNI BIFHJÓLAFÓLKS Útivistarleiðir en ekki stígar á Arnarnesi Kröftug mótmæli íbúa og vafi um eignarhald urðu til þess að þáverandi skipulagsnefnd hætti við stíga á strandlengju Arnarness við gerð aðalskipulags, að sögn formanns skipulagsnefndar Garðabæjar. STEFÁN KONRÁÐSSON Kynnt verða áhersluatriði varðandi breyt- ingar á deiliskipulagi Arnarness á íbúafundi, segir formaður skipulags- nefndar Garðabæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ARNARNES Íbúar á Arnarnesi mótmæltu þegar til stóð að setja göngustíga fyrir almenning neðan við sjávarlóðir á aðalskipulag fyrir hálfum öðrum áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. STJÓRNLAGARÁÐ Óvíst er hvort sá sem lenti í 26. sæti í kosningum til stjórnlagaþings þiggur sæti í stjórnlagaráði. Fyrsti fundur stjórnlagaráðs er áformaður næst- komandi miðvikudag. Staðfest var í gær að 24 af þeim 25 sem náðu kjöri í kosningum til stjórnlagaþings tækju sæti í stjórnlagaráði. Aðeins Inga Lind Karlsdóttir hafnaði því að taka sæti. Frestur sem þau sem náðu kjöri höfðu til að svara því hvort þau tækju sæti í ráðinu rann út að kvöldi síðastliðins þriðjudags. Íris Lind Sæmundsdóttir varð í 26. sæti í kosningunum, og hefur henni því verið boðið sæti Ingu Lindar á þinginu. Íris sagðist í sam- tali við Fréttablaðið í gær ekki hafa ákveð- ið hvort hún tæki sæti í stjórnlagaráði. Hún hefur frest fram að helgi til að tilkynna um ákvörðun sína. Eins og fram hefur komið ógilti Hæsti- réttur kosning- ar til stjórn- lagaþings. Í kjölfarið ákvað Alþingi að skipa þá sem náðu kjöri í stjórnlaga- ráð. Ráðinu er ætlað að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Niðurstaða ráðsins mun ekki ráða úrslitum um breyting- ar á stjórnarskránni, þar sem það er aðeins Alþingi til ráðgjafar. - bj Alls ætla 24 af 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing að taka sæti í stjórnlagaráði: Óvíst hvort varamaður þiggur sæti ÍRIS LIND SÆMUNDS- DÓTTIR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki HROLLKALDUR Harry prins var kuldalegur á að líta þegar hann steig á Norðurpólinn í gær. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan mann fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa slegið annan mann með járn- eða álröri í höfuðið. Fórnarlambið hlaut skurð á enni sem sauma þurfti saman. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. júní 2010, á bifreiðaplani söluturns- ins Aðalbrautar, við Víkurbraut í Grindavík. Sá sem sleginn var gerir einkaréttarkröfu í málinu. Hann vill fá nær 900 þúsund krón- ur úr hendi árásarmannsins. - jss Sérlega hættuleg árás: Barði mann í höfuð með röri

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.