Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1920, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.01.1920, Qupperneq 14
14 starf. peir, sem biðja í trú, eiga að starfa í trú. Bæn sú er hégómleg, sem leiðir að eins til hvíldar, en ekki til þess, að hald- io sé áfram. Sá, sem biður, verður að starfa og sýna með því, að hann treystir Guði. Guð, sem vill að við biðjum, vill líka, að við í trausti til sín höldum áfram með verk vorrar köllunar. Höldum áfram. Vöxum að þekkingu á Guði (Kol. 1, 11), eins og ihann hefir opinberað sig oss mönnunum ií Jesú Kristi. Við erum skamt komnir. Keppum áfram.. Seilumst eftir því, sem fyrir framan er (Fiilip. 3, 12). Stöndum ekki í stað, með það 'í huga, að við séum útlærðir, — vitum alt, sem hægt sé að vita í andlegum efnum. Við þurfum að vita, hvað lítið við vit- um og hvað lítið við þekkjum og hvað skamt við erum á veg komnir, — ekki sízt, þegar um kristilega þekking er að ræða.. f Jesú Kristi býr öll þekking guðdómsins Mkamlega, segir post- ulinn, Og hann talar um að öðlast gjörvalla auðlegð þeirrar sannfæringar, sem byggist á skilningi, þekkinguna á Guðs ieyndardómi, Krists; ©n 'í honum eru fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir. (Kól. 2, 2. 3. 9.). Augljóst er því, að við erum ekki óðar búnir að ná takmarkinu, en þurfum að halda áfram. Hinn mikli Sir Isaak Newton skoðaði sjálfan sig með alla þekking siína að eins sem barn, er gengi í fjörunni við úthafið og tíndi nokkrar skeljar. Hvað þá við, hversdags-mennirnir, með vora litlu þekking! Og Páll postuli fann til hins sama. Hann átti svo óendanlega mikið eftir að þekkja af því, sem hann um fram alt vildi þekkja. Og þetta er ætíð einkenni þeirra, sem mannlega talað eru komnir langt, — þeim finst 'beir vera komnir svo skamt. Og hve undur lítið þekkjum við ekki at djúpi Guðs speki og náðar og dýrðar í Jesú Kristi! En ef við finnum til þess, þá viljum við ekki standa í stað, heldur halda áfram. Og Guð, sem segir: Haldið áfram!, blessar oss, ef við hlýðum og höldum áfram, en förum ekki, vegna sérþótta vors og drembilætis, vorar eigin leiðir, fullvissir um, að vér séum færir í allan sjó án hans leiðsagnar. Hvernig ihefði farið fyrir ísraelsmönnum, ef þeir í óleyfi Drottins og án leiðsagnar hans hefðu lagt út í Rauðahafið? Móse hafði fengið þetta boð af Drotni: Lyft upp staf þínum og rétt út hönd þína yfir hafið og kljúf það, og ísraelsmenn skulu ganga þurrum fótum mitt í gegn um hafið. Og horfandi til stafsins og handarinnar útréttu gengu svo fsraelsmenn yfir í hlýðni við Guð, og í trausti til hans. Eins getum við haldið á- fram og komist áfram, ef við látum orð Drottins lýsa oss og anda hans leiða. Hafið klofnar og við sjáum leið og komumst yfir, þar sem þeir farast, er treysta á mátt sinn og megin. Höldum því áfram! Lærum æ betur að þekkja orð Guðs og verða heima þar, — það um fram alt; og þar næst, að afla oss anarar nauðsynlegrar og góðrar þekikingar. Með þvt móti lær-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.