Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 1
^anmmmjtn, Mánaðarrit til stuðnings lcirkju og kristindómi ísleadinga. gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vestrheimi PJTST.TÓRI JÓN BJAJINASON. XXVIII. árg. WINNIPEG, MAÍ 1913. Nr. 3 Móðurmálið. Ekki er langt síðan málgagn General Counil’s („Tlie Lutlieran1 ‘) flutti þau tíðindi í ritstjórnargrein (27. Marz), að dr. Dalil, formaðr hinnar Sameinuðu kirkju Norðmanna liér í Vestrlieimi, liefði í síðustu ársskýrslu sinni eindregið og sterklega lialdið því fram, að prestar þeirrar kirkjudeildar þyrfti sem allra fyrst að verða „enskir' ‘. Eða með öðrum orðum: hið kirkjulega tungu- mál í þeirri átt yrði hið hráðasta að verða enska; ensk prédikan, ensk guðsþjónusta, ensk barnafrœðsla í krist- indóminum; norska að þoka fyrir ensku í gjörvöllu kirkjulífinu. Brot voru tilfœrð úr ársskýrslu Dahl’s, er virtust sanna, að ritstjórn hins ensk-lúterska blaðs fœri þar rétt með. Má geta nærri, að þeim, sem þar bar les- endum sínum fréttina, hefir fundizt þetta meir en lítil fagnaðartíðindi. Því alkunnugt er, livílík lífsnauðsyn það er talin innan General Council’s, að allt fólk lútersku kirkjunnar hér í heimsálfunni taki sem fyrst upp enska tungu, flýti sér, sé það ekki enskt eða brezkt að uppruna, með hinn þjóðernislega arf sinn, hið erlenda móðurmál sitt um fram allt, fyrir ætternisstapa. Sumir kirkjulegir höfðin gjar í Gen. Council láta naumast nokkurn tíma svo til sín lievra í blaðagreinum, að þeir ekki minnist þar á þessa frábæru kirkjulegu nauðsyn — nærri því einsog Kató gamli í sögu hinna fornu Rómverja, sem í hverri opinberri rœðu, er hann flutti í öldungaráðinu, hvað sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.