Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 30
94
honum tókst þó alltaf aö afstýra því meö einlægni sinni og einurð
og göfugmannlegri og vingjarnlegri framkomu.
1 Marzmánuöi komst hann til Tette; þær stöSvar áttu Portúgals-
menn spölkorn frá ósurn Zambesi-ár. Þar skildi hann eftir fylgdar-
menn sína og lofaði þeim aS vitja þeirra þar aftr, er hann kœmi aftr
frá Englandi. ÞangaS kom hann skömmu fyrir jól 1856, eftir xó ára
burtuveru, og var þá orSinn frægari feröamaSr en nokkur maSr
annar, er þá var uppi.
IV. priðja íerðin.
Rúmt hálft annaS ár var Livingstone heima. Fimm ár haföi
hann veriS fjarri konu og börnum;, og naut nú samvistanna viS þau
meS innilegum fögnuSi. Allir kepptust viS aS sýna honum sóma;
borgirnar Edinburgh og Glasgow kusu hann heiðrsborgara, og
háskólarnir í Oxford og Cambridge sœmdu hann doktors-nafnbótum.
Hann samdi nú og gaf út hiS merka rit sitt: „Missionary Travels“,
er vakti feikna-mikla eftirtekt.
Til þess að hafa sem frjálsastar hendr viS það, sem hann áleit aSal-
verk köllunar sinnar — aS rySja kristilegri menning braut yfir þvera
SuSr-Afríku—, sagSi hann lausu sambandi sínu viS Lundúna-trúboSs-
félagiS; en útvegaSi í sinn staö, sem trúboSa þess félags hjá Mako-
lolo-mönnum, John Moffat, mág sinn. En sjálfr tók hann boSi stjóm-
arinnar um aS gjörast brezkr konsúll í Kilimano, viS ósa Zambesi-
ár, og vera fyrirliSi landkönnunar-leiSangrs um austrhluta og miSbik
SuSr-Afriku. MeS því móti hugSist hann standa betr aS vígi viS
hiS mikla áhugamál sitt.
1 Marz 1858 lagSi hann á staS, vel útbúinn, og meS honum kona
hans og yngsti sonr, bróSir hans og nokkrir vísindamenn; meSferðis
hafSi hann líka lítinn gufubát, til aS fara á eftir Zambesi. Þessi
ferS, sem stóS yfir rúm sex ár, var honum aS mörgu leyti ervið og
full af vonbrigöum og mótlæti.
En fagnaSarfundr mikill varS, þegar hinir gömlu förunautar
hans hitttu hann aftr í Tette. Hann hafði heitiS þeim því, aS fylgja
þeim heim aftr; en sumir þeirra vildu ekki fara heim, og nokkrir
höfðu dáiS, svo ekki voru eftir nema um sextíu, sem meS honum fóru
heim aftr til átthaga sinna. Nokkurn tíma dvaldi hann þar hjá Mako-
lolo-mönnum og boSaSi þeim fagnaSarerindiS, en hélt svo aftr til
sjávar, þvi skipa var von aS heiman. Á þeirri ferS fann hann
Tanganyika-xatn, sem er um 200 mílur á lengd.
Hér yröi of langt aS skýra frá ferSum hans fram og aftr um
þau héruS, er liggja aS Zambesi, og þeim miklu erviðleikum, er hann
átti þar viS aS stríða. — En á eitt verSr aS minnast, sem sárast kom
viS hann. Kona hans hafSi sökum heilsubilunar orSiö aS skilja viS
hann undireins og þau komu aS landi voriS 1858. Hún dvaldi fyrst
um hríS hjá foreldrum sínum í Kuruman; en brá sér svo heim til
Skotlands, til aS vitja hinna barnanna. Nú var hún aftr til hans kom-
in í ársbyrjun 1862; en 21. Apríl veiktist hún snögglega af hitasótt,