Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 32
9 6 ■ ■ aldrei í hug að minnast þess, hve mikið ónæði þau höfðu gjört for- eldrum sínum, þegar þau voru sjálf litil og ósjálfbjarga. Og að því kom, að þau atyrtu hann og sögðu: „Ef þú hættir þvi ekki að hella svona niðr á hreinan pentudúkinn, þá skalt þú borða einn út-af fyrir þig útí horni.“ En aumingja-afi gat ekki að því gjört; hann var svo gamall og óstyrkr. Og svo ráku vanþakklátu börnin hans hann út-í horn með tré-skál til þess að borða úr. f þessa skál létu þau matinn hans og létu hann svo borða einan, rneðan hitt fólkið sat að máltíð við borðið. Þetta féll afa gamla óheyrilega þungt, því það er sárt að vera fyrirlitinn og vanhirtr á gamals aldri, og það ekki hvað sízt, ef það eru börnin manns, sem koma svo illa fram. Afi gamli sat útí horni og grét. Hann lét svo lítið á því bera, að enginn heyrði til hans; og enginn sá tár hans renna niðr-eftir vöng- unum fölu og niðr-í skeggið mjall-hvíta. En guð, sem sér allt og þekkir hjarta hvers einasta manns, hann sá tárin og miskunnarleysið, og hann vissi, hvernig átti að fara að því að auðmýkja hjörtun hörðu. • Einn dag, þegar afi sat í horninu sínu, en hjónin við borðið, sat litli drengrinn þeirra, fjögra ára gamall, á gólfinu og var að tálga spýtu. „Hvað ert þú að gjöra, drengr minn?“ — spurði faðir hans. „Eg er að búa til skál“ — svaraði drengrinn. „Og hvað ætlar þú að gjöra við hana?“ — spurði faðir hans aftr. „Það skal eg segja þér, pabbi!“ — svaraði drengr—; „þegar þið mamma eruð orðin gömul, þá ætla eg að láta ykkr út-í hom og láta ykkr borða úr þessarri skál, einsog hann afi gjörir nú.“ Hjónin litu hvort til annars og guð opnaði augu þeirra, svo þau sáu syndina sina miklu og rœktarleysið. Þeim fannst einsog sam- vizka þeirra væri að tala til þeirra fyrir orð barnsins og segja: „Einsog þið hafið fyrirlitið föður ykkar í elli hans, eins munu börnin ykkar fyrirlíta ykkr, þegar þið eruð orðin gömul og ósjálfbjarga.“ Þau fóru að gráta og gengu til föður síns gamla útí horni og sögðu við hann: „Fyrirgef okkr; við höfum syndgað á móti þér. Eftir þetta skalt þú alltaf sitja með okkr við borðið og skipa þar heiðrssæti. Nú vitum við, að við megum aldrei gleyma fjórða boð- orðinu heilaga og fagra: „Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo þú verðir langlífr í því landi, sem drottinn, guð þinn, gefr þér.“ KVXTTANIR fyrir peningum, er mér hafa veriS greiddir:—í lieið- Ingjatrúboðssjóð: Lúterssöfn. $8.50, Víkrsöfn. $6.25, Vídalínssöfn. $6.80, B. J. $1.00. bandal. Fyrsta lút. safn. $45.33, Geysissöfn. $4.00.—f heima- trúboðssjóð: Lúterssöín. $8.10, kvenfél. GarSarsafn. $5.00, Furudals- söfn. $32.00. ■— Safnaðagjöld: Fyrsti lút. söfn. 1 W.peg $50.00, Vídalíns- söfn. $10.50, Gimlisöfn. $9.85, Geysissöfn. $8.10, Lincoln-söfn. $8.75. .Tón J. Vopni, féh. „EIMREISIN", eitt fjölbreyttasta islenzka timaritiö. Kemr út í Kaupmannahöfn. Ritstjóri dr. Valtýr GuSmundsson. 3 hefti á ári, hvert 40 ct. Fæst hjá H. S. Bardal I Winnipeg, Jónasi S. Bergmann á Garðar o. fl.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.