Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 5
6g voru það þetta síðasta ár aðeins 5, sem að öllu leyti nota ensku við embættisverk sitt; 6 prestar notuðu norsku og ensku—jafn-mikið hvort tungumálið, og 9 ensku meir en norsku. í meir en þúsund söfnuðum, sem prestar kirkju- félagsins þjóna, fór alls engin guðsþjónusta fx*am á ensku. —Lutheraneren, aðal-málgagn Sameinuðn kirkjunnar, sem vitanlega er norskt blað, kom bið síðasta ár út í vilui hverri í 18,000 eintökum, og gaf það umfram kostnað all- an við útgáfuna, af sér $3,185.00 í lireinan ágóða. Blað gefr og Sameinaða kirkjan út á ensku, sem nefnist „The United Lutlieran“, og er vel af því blaði látið. Áskrif- endr þess taldir til 4 þúsnnda, en skuld, sem á blaðfyrir- tœki því livílir, $3,800. Bókaverzlun sérstaka rekr kirkju- félagið, og er sú grein fyrir því fyrirtœki gjörð, að það, sem þar er selt af enskum ritum, sé svo lítið, að það liverfi nálega með öllu í samanburði við norsku ritin, sem þar eru seld. Af þessu má all-skýrt ráða, hve mikið eða live lítið af sannleik muni vera í tíðindnm þeim, sem The Lutheran flutti af tungumálshorfunum hjá brœðrum vorum Norð- mönnum í fjölmennasta kirkjufélagi þeirra hér í Vestr- heimi. Enska hefir tiltölulega lítið náð sér þar niðri enn, og' að ætlan vorri þó enn minna í Norsku sýnódunni. Til- finning fyrir því, að móðurmálið gamla fullnœgi ekki lengr andlegri þörf safnaðalýðsins og skifta verði um mál, mjög fjarri því að vera almenn. Hinsvegar þó af sumum í þeirri átt blásið að þeim kolum, að söfnuðirnir, lielzt í bœjum, gjöri sig ekki ánœgða með al-norska kenni- menn. En livað um oss Islendinga í vestr-byggðum vorum í þessu efni? Snennna lieyrðust raddir í hópi vorum hér, sem héldu því fram, að oss riði á að komast sem bráðast inn-í þjóðlíf lands þessa; en til þess útlieimtist, var sagt þegar undir eins þá, að fólk vort yrði að flýta sér að verða al-'enskt’, og um leið svo sem að sjálfsögðu að hætta að tala íslenzku, hætta við það tungumál á heimilunum og í félagslífi þess öllu. Naumast heyrðist þetta þó á þeirri tíð nema af munni þeirra landa vorra, sem andstœðir voru kirkju og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.