Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 13
77
leiðin liggr, einsog nú er augljóst orðið af „liugleiðing-
nm“ Jóns próf. Helgasonar, einkum af áminnztum
fimmta kafla þess ritmáls. Komnir eru tveir kaflar enn
af „hugleiðingunum“ ; en þar er ekkert nýtt og ekkert,
sem nokkurt gildi hefir. Þeir kaflar eru til þess eins
fallnir að sanna ummæli dr. Valtýs Guðmundssonar um
nýju guðfrœðina í nýútkominni „Eimreið“. Þar segir
svo (að slepptu klúrvrði einu) : „IJún er--------hvorki
fiskr né fugl; er nánast orðin IJnítaratrú, en þorir ekki,
eða vill ekki, kannast við það, og þykist standa á gömlum
rétttrúnaðargrundvelli þrátt fyrir allt.“ Hver eftir ann-
an liafa þeir nú kveðið upp-úr með það, liinum megin við
hafið, hæði þeir, sem eru með og móti kirkju, að nýja guð-
frœðin sé alsystir tJnítaratrúarinnar. Þyki það óréttlátr
dómr, er þá að kæra á undan oss.
Opið bréf til Arna Sveinssonar.
frá Guttormi Guttormssyni.
(Framh.)
Þér hafið hnotið illa um setning eina, ofr meinleys-
islega, í „Höfuðlærdómum“. Setningin hljóðar svo:
„Það er sami guðinn, Jehóva Gyðinganna og drottinn
kristinna manna.“ Þetta, að guð allrar hiblíunnar sé
sami guðinn, mun víst mörgum liggja svo í augum uppi,
að ekki hefði þurft að taka. það fram. En þér eruð á
öðru máli. „Þessi staðliœfing virðist mér varhugaverð“ —
segið þér—, „því, einsog þegar hefir verið bent á, var
liin upprunalega guðshugmynd Gvðinganna mjög ófull-
komin. Samkvæmt lienni var Jehóva að sumu leyti
háðr mannlegu1 eðli. Hann var á gangi í kvöldsvalan-
um; talar við Adam, etr og drekkr með Abraliam; og
glímir við Jakob, og það svo áþreifanlega, að Jakob
gekk úr augnakörlunum. Og synir guðs — Jelióva —
kvonguðust dœtriun mannanna. Allt þetta kemr í mót-
sögn við það, sem mér hefir verið kennt um guð kristinna
manna---------. Hann er eilífr og óumbreytanlegr, —
-----andi eða ósýnileg vera, sem hefir að sönnu frjáls-
ræði og skvnsemi, en engan líkama eða limi; þess vegna
getum vér ekki séð liann með líkamlegum augum, ekki