Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 4
68 þorra Norðmanna í Vestrlieimi betr en á nokkru öðru tungumáli; má telja víst, að svo sé það um níutíu Norð- menn af lmndraði hverju í heimsálfu þessarri. — Móður- málið á djúpar rœtr lijá Norðmönnum hér, ekki aðeins fyrstu kynslóðinni, heldr og annarri og þriðju, og þeirri f jórðu líka, hugsa eg. Tilfinningar Norðmanna eru norsk- ar, tár þeirra norsk og gleði þeirra norsk. „Einn presta vorra sagði frá því, að hann átti að þjónusta konn eina norska sjúka, er hún lá á bana- beði. Avallt liafði hún talað ensku á heimili sínu og f jöl- skyldan öll eins. Prestr bjóst því við að framkvæma em- bættisverk þetta á ensku. En er það skyldi liafið, segir konan sjúka við liann: „Eg vil, að þetta fari fram á norsku.“ Hvað myndi hafa valdið því, að hún bar þá ósk fram ? „Skammt er síðan prédikari einn úr hópi leikmanna kom hingað vestr frá Noregi. Hann flutti boðskap sinn í einum stórbœjanna hér, og talaði auðvitað tóma norsku. 0g œskulýðr Norðmanna liinn hérlendi hlustaði á hann með lifanda áhuga. Úr því varð trúarvakning; hjörtun komust við. Norska fólkið unga skildi þá norsku svo sem þurfti til þess að boðskaprinn næði haldi á hjörtunmn og leiddi það til aftrhvarfs. „Heyrt hefi eg um söfnuð einn í kirkjufélagi voru, sem fyrir mörgum árum tók upp-á því að nota aðeins ensku í kirkjulífi sínu. í harðri baráttu hefir liann nú lengi átt út-af því uppátœki. Hann er háskalegri skuld hlaðinn, og vöxtr hans hið ytra næsta lítill. Mér er sagt, að söfnuðr sá sé nú að hugsa um að láta helminginn af guðsþjónustum sínum aftr fara fram á norsku; enda mun sú verða reynd, að með því móti gengr betr.“ í seinni greininni í Lutheraneren er ljósi varpað yfir ástandið í þeirri átt með hlutfallstölum nokkrum, teknum úr ársskýrslu þeirri, er skrifari Sameinuðu kirkj- nnnar norsku lagði fram á -síðasta þingi hennar, á þessa leið: Norskar guðsþjónustur á árinu innan kirkjufélags- ins 33,252, en 5,490 á ensku. Af prestum kirkjufélagsins, sem (einsog að framan er um getið) eru alls 574 að tölu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.