Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 29
93 Tilgangr þeirrar feröar og feröalaga hans allra, það sem eftir var æfinnar, var fyrst og fremst sá, aö kanna landiö og finna leiðir fyrir verzlun og menning um það allt; því þíð sá hann að var eini vegrinn til þess að þrælaverzlaninni yrði útrýmt, og nauðsynlegr undirbúningr undir það, að trúboðsstarf gæti orðið unnið þar meS nokkrum verulegum árangri. Og fyrsta viðfangsefnið var þá það að finna leið, mönnum fœra, yfir þvera Suðr-Afríku, milli Atlanzhafs og Indlandshafs. Sekeletu bjó hann út í þá ferð sem bezt hann gat og léði honum til fylgdar 27 hina fráustu menn sína. I Nóvember 1853 lagði hann á stað og hélt í vestrátt, og hann vann það þrekvirki að komast á 6J4 mánuði alla leið vestr til Loanda, við Atlanzhaf; en það var 1500 mílna ferð um vegleysur og þétta skóga, yfir mýrar og vötn. Þjóð- flokkarnir, sem á leið hans urðu, voru sumir hverjir tortryggir og grimmir; en Livingstone ávann sér traust þeirra og virðing með því að sýna þeim alltaf fulla ráðvendni, einlægni og mannúð; og honum tókst jafnvel stundum að koma á sáttum milli þjóðflokka, sem áttu í ófriði eða illdeilum. Allsstaðar, þarsem hann kom, prédikaði hann fagnaðarerindið og sýndi biblíumyndir með töfra-lampa, er hann flutti með sér. Þegar hann kom til Loanda, var hann orðinn holdalaus og mátt- þrota af ferðavolkinu og veikindum. En allir tóku honum þar vel og veittu honum beztu hjúkrun. Honum var boðið þar heim til Eng- lands, og þarf ekki að taka það fram, að hann muni hafa langað til að sjá konu sína og börn aftr eftir tveggja ára skilnað. En hann hafði heitið förunautum sínum því, að koma þeim heiin aftr, og við orð sín vildi hann alltaf standa. Hann afþakkaði því boðið og settist við að semja nákvæma skýrslu um ferð sína og vísindalegar athug- anir, sem hann síðan sendi heim til Englands. Skipið, sem hann sendi skýrslurnar með, fórst, og fékk hann þá fregn, er hann var nýlagðr á stað austr aftr; settist hann því aftr um stund til að semja allt að nýju, en hélt svo að því loknu aftr austr til Linyanti, og naut hann þess víða á heimleiðinni, hve vel hann hafði kynnt sig, þegar hann fór þar um árið áðr. Tvo mánuði sat hann um kyrrt í Linyanti og hafði þar nóg að starfa sem kristniboði og læknir. En ekki var enn nema hálfnuð ferðin, sem hann hafði sett sér fyrir; eystri helmingrinn, ferðin austr að Indlandshafi, var eftir, þvert yfir það land, er nú nefnist Rhodesia. Það var hættuför, bæði vegna landslagsins og þjóðflokkanna, sem á leiðinni voru, og voru sumir hverjir orðlagðir fyrir grimmd. Seke- letu reyndist honum enn vel, léði honum 120 menn til fylgdar og heim- ilaði honum að heimta nauðsynjar af þeim þegnum sínum, er á leið- inni væri; og sjálfr fylgdi hann honum fyrstu áfangana. Á þeirri ferð fann Livingstone fossinn mikla í Zambesi-fljóti, og nefndi hann fossinn í höfuðið á Victoríu drottningu. Oft lá við, að hann lenti i illdeilum við tortrygga þjóðflokka,.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.