Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 16
8o hverskonar grunni; himininn hvolfdi sér yfir hana einsog hjálmr og sólin gekk kringum hana. Hér er annað dœmi hliðstœtt: Móðir kennir barni sínu að trúa á guð og tilbiðja hann. Það er auðvita^ð guð hennar sjálfrar, sem hún lýsir fyrir barninu, alvitr guð og almáttugr; heilagr guð og réttlátr, en þó misk- unnsamr; mildr faðir og trúfastr verndari allra þeirra, sem gefa sig á vald hans. 0g hún kennir barn- inu að biðja til þessa guðs með bœnum, sem sjaifri henni eru hjartfólgnar. Þrátt fyrir allt þetta verðr guðshug- myndin ekki eins hjá báðum. Móðirin hugsar sér guð einsog aðrir kristnir menn hugsa sér hann — sem and- lega veru og ósýnilega, eilífa, óumbreytanlega, óháða takmörkum tíma og rúms. En í huga barnsins verðr guð „að sumu leyti liáðr mannlegu eðli“, einsog þér segið um Jelióva Gyðinga, — lang-líklegast aldraðr maðr göfugmannlegr á svip, með langt skegg al-hvítt; vitrlegr að sjá og alvörugefinn, en þó blíðr í viðmóti; sitjandi á hásæti á himni uppi, umkringdr af englaskara. Finnst yðr nú, að guð móðurinnar geti ekki verið guð barnsins, fyrst guðshugmyndin er ekki alveg eins hjá báðum! Eru þau að tilbiðja sinn guðinn hvort, þegar þau biðjast fyrir bæði í einu með sömu bœninni? Svo getr ekki verið, nema því aðeins, að þessi guð, sem þau ákalla., sé ekkert anuað en þeirra eigin hugmyndir. Annað en atliugavert í þessu sambandi. Það er ekki aðeins sami guðinn, sem móðirin og barmð tilbiðja, lieldr er það í innsta eðli sínu sama guðsliugmyndin, sem ríkir í liugskoti þeirra beggja; þar er engin andstœða nema aðeins að ytri álitum, ef svo má að orði koma&t. Mismunrinn er í því fólginn, að liugr fullorðins manns getr oftast-nær gjört sér einhverja grein fyrir því, sem andlegt er og ósýnilegt, en barnshugrinn lifir og lirœrist í liinu sýnilega. Fyrir þessa sök birtist hinn ósýnilegi guð móðurinnar í sýnilegri mynd fyrir hugskotssjónum barnsins. En sú lilið guðshugmyndarinnar, sem aðal- lega snertir trú mannsins, er hin sama lijá báðum. Ber ekki barnið sama óttann og móðirin fyrir al-skyggnum guði, voldugum og réttlátum ? — sömu lotninguna fyrir al-vitrum guði og heilögum? — og sama traustið til guðs þess, sem elskaði oss að fyrra bragði? Sé svo, þá kemr guðshugmynd barnsins alls ekki í „mótsögn“ við g-uðs-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.