Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 10
74
sögu liennar hér í Vestrheimi, þarsem vegr hennar hefir
mestr verið. Það eru nú liðin um liundrað ár frá því hin
nýja guðfrœði tJnítara liófst í Boston og breiddi sig út
um Ný-Englands-fylkin. Fremstr í flokki frumherja
þeirrar stefnu var valmennið þjóðkunna dr. William
Ellery Channing. Eg hefi fyrir mér ritverk eftir liann
frá 1815. Þar lýsir hann trúarlegri afstöðu tJnítara-
prestanna og kemst meðal annars þannig að orði: „Meiri
hluti presta vorra trúir því, að Jesús Kristr sé meira en
maðr, að hann hafi verið til áðr en heimr var skapaðr, að
liann liafi í hókstaflegum skilningi komið af himnum til
að frelsa kyn vort.“ Nokkrir, segir hann, hafni þríein-
ing persóna guðdómsins, án þess að hafa gjört sér á-
kveðna skoðun um eðli Krists; og enn sé þeir nokkrir í
þeirra hóp, en mjög fáir, sem „trúi því, að Kristr hafi
verið einungis mannlegr að eðli.“ Þannig var ástatt
fyrir Únítörum, er trúmála-óeirðirnar miklu hófust hér í
landi. Smámsaman lenti þeim meir og meir saman, nýju
guðfrœðingum þeirrar tíðar — Únítörunum — og guð-
frœðingum hins gamla skóla kalvínska rétttrúnaðarins,
sem frá dögum Jónatans Edward’s liafði ráðið lögum og
lofum í Nýja Englandi. Únítarar fœrðu sig upp-á skaft-
ið og höfnuðu æ fleirum kenningum kirkjunnar. Komu
þá fram í þeirra hópi margir lærðir og ágætir menn, svo
sem próf. Andrews Norton, George Biplev, skáldið Emer-
son, og einkum Theodore Parker. IJinn síðastnefndi
gekk lengra miklu en sjálfr Channing, einkum í því að
hafna kraftaverka-kenningum nýja testamentisins og því,
sem þar er kennt um yfirnáttúrlega fœðing Krists og lík-
amlega upprisu hans. Samt gekk liann þar ekki spori
framar en nýju guðfrœðingarnir vorir. Nýtt tímahil í
framþróun Únítara-kenningarinnar liefst um og eftir
1840, þá Theodore Parker gaf út merkustu rit sín. Dr.
Channing gat ekki samþvkkt kenningar Parker’s. Hann
vildi ekki samsinnna kenningum þeim um kraftaverkin,
sem Parker liélt fram. Sagði, að ef þeim væri hafnað, þá
yrði að hafna Kristi; en hann hélt fast við þá skoðun, að
Kristr væri yfirmannleg vera, enda þótt hann hefði hafn-
að þrenningar-lærdómi kirkjunnar og endrlausnar-kenn-