Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 21
85 hvort þeirra sérstaki söfnuör verör fyrir hnekki i bili eöa hrepp- ir stundarhag, heldr láti þaö eitt ráöa áliti sínu, hvort félag vort í heild sinni grœöir eöai tapar, hvort kristindómr þjóöar vorrar eflist eöa veikist. Þaö, og þaö eitt, á aö ráöa úrslitum. Af engu einu bíör félag vort eins mikiö tjón og af presta- skorti. Skortr sá verðr tilfinnanlegri meö ári hverju, sem von er til, er söfnuöir fjölga, en prestar fækka. L/ikur eru til, að. 5—7 söfnuðir gangi í kirkjufélagiö á þessu ári. Verða þá io eða fleiri söfnuðir, serra engrar fastrar prestsþjónustu njóta.. Sumir þeirra eru svo smáir og afskekktir, að ekki er til þess að hugsa, að hver þeirra fyrir sig geti verið sjálfstœtt presta- kall. Eina œskilega aðferðin er því sú, að tveir eða þrir söfn- uðir, sem næstir eru hver öðrum, slái sér saman og myndi eitt prestakall. Líf margra þessarra safnaða er undir því komið, að svo sé gjört meðan tími er til. Að öðrum kosti hljóta þeir að deyja, þótt ef til vill dragist þaðí um nokkur ár. f Manitoba hljóta því að myndast tvö ný prestaköll, og eitt á Kyrrahafs- ströndinni, og er þó þjónusta eins manns þar algjörlega ónóg. er stundir líða. Prestakall þar gæti innan skamms tíma orðið sjálfbjarga, með ötulli vinnu þeirra, sem nú þegar eru þar á safnaðarskrá. Og líkurnar fyrir því, að tala meðlima aukist þar við framhaldandi vinnu, vaxa með hverri viku, ef starfið i þeirri átt heldr áfram. I Dakota og Saskatchewan þyrfti og fleiri starfsmenn; er þó dugnaðr þeirra presta, sem eru á þeim stöðvum alþekktr. En svæðin eru svo stór — bardagasvæöin þau —, að fleiri starfsmenn þarf þar, ef þess er nokkur kostr. Þetta, sem nú var tekið fram, bendir ótvírætt á, að þör-fin er brýn. Félag vort þarf að fá 6—7 nýja starfsmenm hvað- sem það kostar. Er nokkur vegr til að útvega þá? Um tvo vegi er að rœða: x) Að leita til ættjarðarinnar eftir mönnum, 2) aö útvega efnilega námsmenn úr vorum eigin hópi til guðfrceða-náms. Hið fyrrtalda hefir reynt verið, en ekki tekizt. Fyrrverandi forseti kirkjufélags vors reyndi það hér um árið með litlum árangri, og myndi þá öðrum ekki hafa betr tekizt. En ástœður hafa breytzt. Það er ekki lengr sjálfsfórn fyrir presta frá íslandi að setjast að hér vestra; ekki í jarðnesku tilliti á tvær hættur teflt. Eru því líkindi til, að nú myndi betr takast; enda hefir það sýnt sig, a'ð nýja guðfrœðin1 hefir fengið þaðan starfsmenn í sinni tíð. Vér getum. auðvitað ekki notað þá menn til starfa, er hennar boðskap fylgja. En ýmis-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.