Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 3
67
komið að fullum notum. Aðeins liafi liann sagt, að við
prestaskifti krefjist söfnuðirnir þess nú býsna almennt
eða þeir, sem fyrir þeim liafa orð, að framvegis verði
kennimaðr þeirra að geta prédikað á ensku. Samkvæmt
tízlmnni sé þessa krafizt. Forseti kveðst bafa talið sér
skylt að láta ársþing kirkjufélags síns vita um þetta.
„Að margir safnaða þeirra, sem krefjast þess, að þeir fái
ensku-mælanda prest, þurfa í raun og veru lítið á ensku
að lialda — það er annað mák ‘ — segir bann. Sumir há-
norskir embættisbrœðr hans finni sig særða af kröfu
þessarri. Dahl telr sig sjálfan í liópi þeirra — hinna
norsk-norsku, og’ lýsir hiklaust yfir því, að krafan særi
hann—engu síðr en nokkurn annan. En þótt svo sé, þá
megi hann ekki í embættis-stöðu sinni þegja um það,
livernig hugsunarliáttrinn í þessu efni sé innan kirkju-
félagsins. Hinsvegar getr hann þess, og telr það engan
góðsvita, að margir liinna yngri presta Norðmanna sé
hörmulega illa að sér í norsku, án þess að söfnuðirnir
virðist almennt neitt að mun finna til þess galla; úr hon-
nm þurfi þó vissulega að bœta.
Af öðrum ummælum um sama efni í Lutheraneren
leyfum vér oss að tilfœra þettta:
„1 rauninni er þess ekki mjög mikil þörf, að prestarnir
noti ensku. Einskonar bólu er hér blásið upp—er heimt-
að er, að unnið sé á ensku. Norskum unglingum getr
fundizt fýsilegt, að breytt sé til; þá fyrst sé lagið á, ef
menn fái enskar guðsþjónustur. Margir í hópi eldra
fólks telja sér líka trií um, að þá verði kirkjan sókt betr
og fólk muni streyma inn-í söfnuðinn. Ef til vill er svo
byrjað á því að láta guðsþjónustuna fara fram á ensku;
en brátt reynist það svo, að allt fer á annan veg en við var
búizt.-----
„Nei, á öðru ríðr oss meir en ensku: — að sannleiks-
mál drottins sé svo talað til lijartans, að vegr lífs og vegr
dauða sé sýndr syndugum manni svo skýrt, að hann finni
til þess, að hann stendr frammi fyrir augliti guðs, og að
fyrir hann er aðeins tvennt til — það að frelsast eða það
að glatast. Sé þessu á lofti haldið á hreinni skiljanlegri
norsku, þá mun mega fullyrða, að sá boðskapr hrífi allan