Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 24
88 rœðu á kirkjuþingi, í sambandi við þá spurning, hvernig kirkju- félagiö geti fengið starfsmenn í framtíðinni. En þetta er aðeins eitt dœmi. Grun hefi eg á því, að fá- tœkir, en efnilegir nemendr, sem nú eru skammt komnir áleiðis i skóla, myndi fást til aö velja guöfrœða-veginn, ef þeir sæi sér fœrt. Vér ættum aö eiga sjóö til að styrkja eftir þörfum 2—3 efnilega unglinga á ári, ef þeir bjóöa sig fram. En hvaö verSr þá sagt um fjárhliðina? Meðlimir kirkju- félagsins eru fáir, en skyldugjald til félagsins sama sem ekkert, — um 5 ct. á meðlim. En hitt ber að segja, og þakka að verðugu, að margir hafa á liSnum árum gefið mikið til þeirra eða þeirra kirkjufélags-fyrirtœkja. Hitt er jafn-satt, að sú hluttaka er ekki líkt því eins almenn og vera ætti. Er því fjárþröng fyrir dyrurn, ef kirkjufélagið bœtir við útgjöld sín svo miklu nemi, svo framarlega sem ekki finnast einhver ný ráð. Mér hug- kvæmist eitt, raunar er það ekki nýtt; það hefir fyrir nokkrum árum? komið til tals, en ekki lengra. Hvað er á móti því að biðja fáeina efnamenn íslenzka, sem kirkjufélagið ber fullt traust til, að taka skólasjóð kirkjufélagsins til að ávaxta hann, •—• verja honum til fasteignakaupa og selja, þegar þeim lízt arSvænlegast? Eg treysti því fyllilega, að þeir myndi gjöra það fyrir kirkjufélagiö og veita kirkjufélaginu fulla trygging fyrir því, aö það tapi ekki á fyrirtœkinu. Er nokkuð því til fyrirstöðu, að þetta sé reynt? Innan skamms er líklegt, enda óumflýjanlegt, að fáeinir söfnuðir biðji um styrk til kirkjubyggingar, aö minnsta kosti rentulaust lán. Önnur kirkjufélög sum fylgja þeirri venju, að byggja hús fyrir prest, og kirkju á hagkvæmum stað á trúboðsstöðvum, og ábyrgjast kaup trúboða þangað til söfnuðir eru orðnir nógu fjölmennir til að vera fjárhagslega sjálfstœðir. Finna þeir þá skyldu sína, er tímar líða, að gjalda líku Jíkt. Kirkjufélag vort launar trúboðum sínum, eni sökum mannfæðar verðr að kalla þá úr einum stað í annan, þótt ekki sé hálfunnið verk á neinum stað. Árangrinn verðr sá, að safnaðarlíf i réttum skilningi myndast ekki, þótt söfnuðir sé stofnaðir. Og það myndast aldrei á trúboðssvæðinu meðan vér erum ekki fœrir um að hafa hvern mann á einum stað um margra ára skeið. Eg sannfœrist betr og betr um það meö hverju ári, að verkið allt á trúboðssvæðinu nær ekki tilgangi sínum, einsog sakir standa, þótt ekki sé annað fœrt að gjöra en gjört hefir verið, af því

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.