Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 8
72
þær fyrir tilveru guðs, sem „heimspekilega liugsandi guð-
frœðingar og guðrœkilega hugsandi heimspekingar höfðu
klakið út.“ En svo segir liann, að Kant liafi komið til
sögunnar, og hann liafi ekki þurft annað en að anda á
þessar sannanir, og þær liafi lirunið í grunn einsog spila-
liallir. Loks leitar liöf. til Jesú Ivrists, og þar finnr liann
„grundvöll trúar vorrar.“ Hiklaust gjörir liann þá játn-
ing: „Kristr er liellubjargið, sem trú vor hvílir á.“
Þessarri játning- samsinna vitanlega allir menn, sem kalla
sig kristna, tJnítarar sem aðrir.
En svo kemr spurningin, sem á leikr: Hver og hvað
er sá Jesús Kristr, sem vér allir nefnum grundvöll trúar
vorrar, en sinn á lxvern hátt?
Jón próf. Helgason virðir Krist fyrir sér frá sjónar-
miði nýja testamentisins og segist að þessu sinni leiða hjá
sér spurninguna um trúverðugleik þess. Hann segist
beina athygli sinni óskiftri að „sjálfum manninum, sem
skýrt er fró í ritum þessum.“ Mörgum fögrum orðum
fer hann um manninn og lætr hann gnæfa hátt upp-yfir
aðra trúarbragða-höfunda, Móses, Buddha, Konfúcíus og
Múhameð. En þótt fagrt sé mál það, hafa þó margir
þeir, sem hafna guðdómi frelsarans, ritað um liann og dá-
samlega yfirburði hans vfir aðra menn miklu hugnæmara
mál, og enginn þó með meiri innileik en Renan, vantrúar-
maðrinn frakkneski. Um það efni eru ekki deildar mein-
ingar, hversu mikill og góðr maðr Jesús liafi verið, þótt
nýfrœðinga-liöfðinginn Campbell vilji ekki viðrkenna
syndleysi hans. En hvað er liann svo, þessi mikli og góði
maðr? Er liann maðr aðeins, eða er liann guð blessaðr
tun aldir, einsog postulinn segir? Niðrstaða próf. J. H.
er sú, að liann liafi verið guði fyllt sál. Skilgreining pró-
fessorsins hljóðar svo: „Vér sjáum þannig, þarsem Jes-
ús guðspjallanna er, guðfyllta sálu, mann, sem á hverju
augnabliki lífs síns, einsog vér þekkjum það af guðspjöll-
unum, er svo altekinn af guði, að öll framkoma lians í
stóru og smáu, til orða og verka, mótast af því.‘ ‘
Rökleiðsla J. H. heldr svo áfram: Hann er sann-
fœrðr um, að „þessi dásamlegi maðr' ‘ hafi verið til og því
hljóti sá guð að vera til, sem sál lians var gagntekin af.