Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 14
7«
heldr útmálað liann með neinni mynd. Samkvæmt þessu
getr Jelióva Gyðinganna ekki verið sami guðinn og
drottinn kristinna manna.“
Við þessa rökfœrslu yðar er ýmislegt að athuga.
Þér laafið til dœmis skilið eftir eyðu eina all-mikla í
hugsuninni. „Jehóva Gyðinganna getr ekki verið sami
guðinn og drottinn kristinna rnanna' ‘ — segið' þér; en
yðr hefir gleymzt að geta um það, hvenær guða-
skiftin urðu; eða með öðrum orðum, hvenær kristn-
ir menn hættu að dýrka Jehóva Gyðinga og tóku
trú á þennan sinn nýja drotttin. Eg veit ekki betr
en að hávaðinn af oss kristnum mönnum dýrki Jehóva
Gyðinga enn í dag, biðji til hans með orðum Davíðs
og spámannanna, trúi, að' Jesús frá Nazaret sé Messías
hinn fyrirheitni og játi um leið, að guð Abrahams, sem
gaf fyrirheitið, og guð vor, sem efndi það heit, sé einn
og hinn sami.
Sjáum nú, hvað verðr úr rökum yðar, þegar litið
er á þetta skarð, sem þér skilduð eftir opið. „Jelióva
Gyðinganna' getr ekki verið sami guðinn og drottinn
kristinna manna“ — segið þér. Sé svo, þá trúa kristnir
inenn ekki á Jelióva. Hann er þá í trúarvitund þeirra
orðinn ósannr gnð eða falsguð; og þá geta þeir heldr
ekki lagt neinn trúnað á fyrirheit hans — því hvernig
getr falsguð, sem auðvitað er ekki neitt, heitið nokkru
eða efnt nokkuð? Uppfyllingin fer því sömu leiðina
með fyrirheitinu; Messíasar-vonin verðr að draumórum
og uppfyllingin, Messías, að bábiiju. Jehóva og Messías
— kominn eða úkominn — standa þannig eða falla hvor
með öðrum. Þeir, sem því ekki trúa á liinn fyrrnefnda,
geta ekki lieldr trúað á liinn síðarnefnda. Sé því stað-
hœfing yðar rétt, þá trúa kristnir menn ekki á Krist
eða Messías hinn fyrirheitna. Þér hafið þannig óafvit-
andi sópað öllum áhangendum hins sögulega kristindóms
burt úr kristinna manna tölu. Minna mátti nú gagn
gjöra.
Þetta nœgir til að sýna, að þér farið hér villr vegar;
en þó vil eg líta snöggvast á ástœðu þá, sem þér styðjið
mál yðar með. Hún er í stuttu máli þessi: Guðshug-
mynd Gyðinga er ófullkomnari en guðshugmynd krist-
inna mapna; um sama guðinn getr því ekki verið að