Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 15
79
rœða lijá báðum. Fyrir þessarri rökfœrslu yðar liggr
til grundvallar liugsun nokkur eða kenning, sem þér
liafið sjálfsagt ekki tekið með í reikninginn. Ef Jebóva
Gyðinga var ekkert annað en guðshugmynd þeirrra, og
drottinn kristinna manna er sömuleiðis ekkert annað en
guðshugmynd þeirra, — ef hvorugr trúflokka þessarra
hefir átt eða þekkt annan guð en þann, sem þeirra eigin
ímyndan skóp þeim, án nokkurrar opinberunar frá
sönnum guði eða þekkingar á honnm, ljósrar eða óljósr-
ar, — í stuttu rnáli, ef hér er um ekkert annað en
ímyndaðan guð að rœða, þá má auðvitaÖ segja, að guð-
inn sé orðinn annar um leið og hugmyndin hefir tekið
einliverjum breytingum. En sé guðshugmynd Gyðinga
og kristinna manna að einliverju levti byggð á opinber-
un frá sönnum guði, eða vitneskju um hann — látum
þá opinberuri og þá vitneskju vera svo óljósa sem þér
viljið, þá liggr í augum uppi, að sá guð er og verðr einn
og hinn sarni, liversu mikið sem guðshugmyndin hefir
breytzt með áframhaldandi opinberun og aukinni þekk-
ing á eðli guðs og eiginleikum. Eigi því að fœra þessi
rök yðar til sanns vegar, þá verða þau að grundvallast
á algjörri guðsafneitan, eða að minnsta kosti á algjörri
neitan allrar guðlegrar opinberunar og allrar þekkingar
á sönnum guði bæði með Gyðingum og kristnum mönn-
um. Með því móti einu er unnt að segja, að það geti
elvki verið sami guðinn, Jehóva Gvðinga og drottinn
kristinnna manna, þarsem guðshugmynd hinna síðar-
nefndu sé orðin fullkomnari. Ekki býst eg við því, að
þér hafið af ásettu ráði reitt höggið svona hátt, lieldr
mun bitt sönnu nær, að yðr hafi fundizt liann handhœgr,
þessi algengi sleggjudómr um ófullkomna guðstrú Gyð-
ingai, og liafið svo, einsog oft vill verða, gripið til hans
án þess að) gjöra yðr Ijósa grein fyrir afneitun þeirri,
sem í honum liggr.
Til frekari skýringar vil eg nú levfa mér að koma
með dágott sýnishorn af ofan-greindri rökfœrslu yðar.
Setjum svo, að einhver segði: „Það er sama jörðin,
jörð fornaldarþjóðanna og jörð núlifandi manna.“ Sú
staðhœfing hlvtr að vera mjög varliugaverð, samkvæmt
rökum vðar, því einsog kunnugt er var hin uppruna-
lega jarðarhugmynd fornmanna mjög ófullkomin. Sam-
kvæmt henni var jörðin flöt, stóð kyrr og hvíldi á ein-