Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 17
8i
liugmynd móðurinnar. Alveg eins víkr við mismun
þeim, sem virðist vera á hugmynd Forn-Gyðinga
um Jehóva og hugmynd vorri um drottin. Þótt
oss geti stundum virzt guðshugmynd gamla testament-
isins barnsleg, eða hún birtist í barnslegum búningi,
þá finnum vér samt, er vér lesum rit þau hin gömlu
kostgæfilega með trurœknu hugarfari, að alls efckert
djúp er staðfest milli vorrar guðstrúar og þeirrar, sem
þar stendr útmáluð fyrir oss. Og meira að segja: vér
finnum, að liin andríku orð gamla testamentisins glœða
trú vora og fœra oss nær guði — vorum eigin guði.
En þótt eg játi, að guðshugmynd gamla testament-
isins sé oft fœrð í barnslegan búning, eða að henni sé lýst
með barnslegum orðum, þá játa eg engan veginn, að hug-
myndin sé barnsleg í sjálfri sér, og því síðr að hún sé eins
ldúr og einfeldningsleg, einsog þér gefið í skyn. Eg finn
þar livergi kenning þá, að Jehóva. sé „að ýmsu levti
háðr mannlegu eðli‘% einsog þér komizt að orði. Lítum
snöggvast á sögur þær, sem þér reynið! að sanna þessi
ummæli yðar með. Sé guð, einsog þér gefið í skyn, lát-
inn birtast sjálfr, í eigin persónu sinni og í mannlegu
gerfi, þegaír liann talar við Adam eða neytir matar með
Abraham eða „glímir við Jakob“, — þá sanna þau
dœmi alls ekki, að samkvæmt guðshugmynd Gyðinga
hafi Jehóva verið háðr mannlegu eðli, heldr aJðeins það,
að samkvæmt þeirri liugmynd gat hann vitrazt mönnura
í mannlegri mynd. En þetta, að birtast í mannlegri
mynd og að vera. háðr mannlegu eðli, er sitt hvað, einsog
flestir munu kannast við.
Samkvæmt sögu þeirri, sem stendr í annarri bók
Mósesar, gekk Jehóva fyrir Israelsmönnum í skýstólpa
á daginn, en í eldstólpa á nóttunni. Líklega haldið þér
]íó ekki þeirri kenning fraim, að samkvæmt guðshug-
mvnd ísraelsmanna hafi Jelióva verið háðr eðli eldsins
eða skýjanna. Slíkar ályktanir verðið þér þó að draga
rít-af þessarri sögu, liafi ályktan vðar út-af hinum sög-
unum verið rökrétt.
Áðr en eg lýk þesisu máli, vil eg líta á sögur þær,
sem þér vitnið í, hverja um sig. Þér talið um, að Jehóva
hafi samkvætmt frásögu ritningarinnar verið á gangi
í kvöldsvalanum og talað við Adam. Þessa sögui þarf