Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 31
95
og andaöist tæpri viku síðar. Þá sagði Livingstone, að sig hefði í
fyrsta sinni á æfinni langað til að mega deyja; en trúin varð sorginni
yfirsterkari, og verkið mikla kallaði á hann. Því þrælaverzlunin var
einmitt þá að komast á hæsta stig á þessum stöðvum, og það svo, að
bátrinn, sem hann fór á eftir ánum, var alltaf að rekast á lík þræla,
sem gefizt höfðu upp eða drepnir verið, og blómlegar byggðir voru
eyddar með öllu. En hver ný hryggðarmynd, sem fyrir honum varð,
festi enn rneir hjá honum þann ásetning, að ganga milli bols og höfuðs
á þeim ófögnuði, þó það ætti að kosta lífið.
En þá kom skipun til hans frá stjórninni um að koma heim, og
hélt hann því aftr heim til Englands.
Tvennt hafði hann lært á þessarri ferð. Annað var það, að ekki
væri hann nógu frjáls til að vinna verkið, sem hann hafði sett sér, ef
hann væri þjónn stjórnarinnar, og þótti honum því vænt um að vera
óbeðinn losaðr við konsúls-embættið. En hitt var það, að Portúgals-
stjórn, sem réð löndum á austr-strönd Suðr-Afríku, var sjálf bakhjarl
hinnar svívirðilegu þrælaverzlunar þar, sem alltaf var að aukast
og gjöreyða heilar byggðir í frjósömustu héruðum. — Að berjast á
móti því böli var orðið að heilagri ástríðu hjá honum; og hann notaði
dvölina á Englandi til að vinna að því með brennandi áhuga, bæði í
rœðu og riti, að vekja ábyrgðartilfinning þjóðar sinnar gagnvart því
máli.
Sá árangr varð, að enn var hann ráðinn til landkönnunarferðar í
Suðr-Afríku af Landfrœðisfélaginu brezka, með fjárstyrk frá stjórn-
innni. Og svo kvaddi hann England í síðasta sinni, eftir rúmlega
ársdvöl þar, i Ágúst 1865. (Niðrlag næstj
HEIÐRA FÖÐUR ÞINN OG MÓÐUR ÞÍNA.
Eftir Z. Topelius.
Eg ætla nú að segja ykkr sögu eina mjög stutta, en merkilega.
Hún kennir bæði göimlum og ungum, að guð vill, að börnin heiðri
föður sinn og móður. Því vanþakklæti og virðingarleysi barna við
foreldra sina er einhver sú ljótasta synd, og henni verðr áreiðanlega
þunglega hegit; — þó það verði ekki í dag eða á morgun, þá verðr
það einhvern tíma, þegar börnin eru komin á fullorðinsaldr.
Þetta er líka gömul saga, sem margir hafa sagt á undan mér; en
hún þolir það, að hún sé sögð enn einu sinni.
Það voru einu sinni hjón, sem höfðu á heimili sínu aldraðan
föður annars þeirra. Þau áttu líka nokkur börn. Aumingja afi var
gamall og gráhærðr og bilaðr á heilsu. Hann var svo skjálfhentr, að
hann gat engu haldið kyrru. Það kom því stundum fyrir við mál-
tíðir, að hann hellti niðr af súpunni sinni. Það mislíkaði ungu hjón-
unum, og þau létu pentudúk fyrir framan hann. En hann var svo
skjálfhentr, að hann hellti niðr á hreina pentudúkinn við hverja mál-
tíð. Hann gat ekki að því gjört.
En ungu hjónin voru tilfinningarlaus og vanþakklát. Þeim datt