Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 9
73 „G-etum vér hugsað oss , að þessi guðfyllta sál hefði getað verið til, ef enginn guð væri ti 1 ?-Jesús Kristr er mér virkileiki. Sá virkileiki er því aðeins mögnlegr, að guð sé til. Þess vegna er einnig guð virkileiki, gnð Jesú Krists og vor.“ Á þennan hátt segir höf. að Jesús Kristr verði grundvöllr trúar sinnar: það sýnir sig á Jesú Kristi, að guð hefir haft áhrif á hann, — fyllt sálu hans. Þess vegna er guð til; og guðlegu áhrifin á Jesri eru svo góð, að maðr verðr hugfanginn af ásýnd hans, og hjarta vort hneigist fyrir hann í lotningarfullu trausti og til- beiðslu að „sjálfum guði.“ Með þessu er þá ljóslega kennt, að Jesús sé ekki „sjálfr guð“, en liann sé sönnun fyrir því, að til sé guð, af því guð hafi haft svo mikil áhrif á hann. Jesús er ekki annað en maðr, en maðr, sem hefir þegið meira en aðrir af guðs anda, er „guði fyllt sák ‘. Þetta er í rauninni al- veg sama sem Campbell kennir og sama sem tJnítarar trúa. Hvergi hefir mér fundizt kenning guðfrœðinganna nýju um eðli Krists betr útskýrð en í prédikan einni eftir Campbell, sem prentuð er í því prédikana-safni hans, er nefnist Temple Sermons. Rceðan liefir fyrirsögnina: „Setjum svo, að Kristr væri maðr aðeins.“ Hann segir þar aftr og aftr, að Jesús sé aðeins maðr, en manneðlið í œðsta veldi sé guðdómlegt. Menn nái misjafnlega hátt upp til móts við guðdóminn. Þegar sem hæst sé komið, verði ervitt að aðgreina, hvað guðlegt sé og hvað mann- legt, eða hvenær manneðlið verði gnðlegt. Jesús hafi náð allra lengst, svo manneðli hans sé gnðlegt nmfram alla. Campbell gjörir lítinn eðlis-mnn á guði og manni. Ann- arsstaðar hefir Campbell aftr haft sama orðtœkið um Krist einsog það, er séra Jón Helgason nú við hefir og margir aðrir á undan honum af nýguðfrœðingum: “guði fyllt sál.“ Það er fróðlegt að bera þessar nýju tilraunir saman við kenningar Cnítaranna, sem verið hafa brautryðjendr hinnar „frjálslyndu stefnu“ og búnir eru að sigla um þau sundin, sem nýguðfrœðingar eru nú að velkjast í. Hér er talað um Únítara-stefnuna einsog vér þekkjnm hana af

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.