Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 6
7o
kristindómi; enda var því einatt fleygt fram, svo sem
einni aðal-sök á liendr kirkjulegs félagsskapar Vestr-
Islendinga, að liann héldi þeim of fast við þjóðerni þeirra
og tungumál og yrði með því þröskuldr í vegi fvrir því, að
þeir kœmist verulega inn-í liérlent fólkslíf. 1 seinni tíð
hefir hjá oss orðið talsverð breyting í þessu efni, — að
því leyti breyting, að nú eru það öllu fremr áhangendr
kirkjnnnar en andstœðingar hennar, sem láta það til sín
lieyra, að fastheldni við liið íslenzka móðurmál vort sé
oss í menningarlegu tilliti til hindrunar. Allra síðustu
árin hafa nokkrir vorra manna gengið með þá kröfu,
að enska væri inn leidd í sunnudagsskólann, og farið væri,
annað veifið að minnsta kosti, í söfnuðum vorum að pré-
dika á ensku. Með tómri íslenzku, eða aðallega með ís-
lenzku, svo sem að undanförnu hefir verið, sé andlegri
þörf safnaðalýðs vors ekki lengr borgið. (Eskulýðs vors
vegna — framtíðarinnar vegna — verði íslenzka hér eftir
að þoka fyrir ensku í kirkjulegri starfsemi vorri allri.
Sé þessarri nauðsyn ekki sinnt, þá verði það kirkjulífi
voru til óbœtanlegs tjóns. Einkum í bœjum ríði íslend-
ingum á að afklæðast þjóðerni sínu sem fyrst — innan
kirkju jafnt sem utan.
Það er meðfram fyrir áhrif þau, sem kirkjufélag vort
hið íslenzka hefir orðið fyrir af hálfu General Council’s,
að sumir vorra manna eru nú farnir að hreyfa við þessu,
sem þeim virðist svo brýnt nauðsynja-mál, að enska ryðji
sér til rúms í kirkjulegu starfi voru öllu, og þar með að
íslenzkan sé sem fyrst deydd. Margt höfum vér gott og
heilsusamlegt átt kost á að læra af General Council-
mönnum, og þeim hlunnindum skal ekki gleymt, en fvrir
tungumáls-lexíurnar, sem þeir hafa verið að reyna til að
troða í oss, eiga þeir enga þökk skilið. 1 þeirri grein hafa
þeir „krabbat söguna“ — kirkjusögu vora, Vestr-lslend-
inga. Því til sönnunar er frásögnin skekkta, sem The
Lutheran kom með á dögunum um það, hvernig tungu-
málinu eða tungumálunum líðr í Sameinuðu kirkjunni.
Norðmenn hófu vestrfarir inn-í heimsálfu þessa heil-
um aldarfjórðungi á undan oss Islendingum. Og lesendr
vorir hafa nú séð, hvað tungumálinu líðr í fjölmennasta