Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 11
75
ingunni á mjög svipaÖan hátt og séra Jón Helgason hefir
hafnað endrlausnar-kenning-unni í fyrirlestri sínum um
það efni. Eftir þetta voru um hríð tvær stefnur hjá
tJnítörum, alveg einsog nú er með nýguðfrœðingum vor-
um. Önnur stefnan fylgdi kenningum Parker’s, og varð
hún ofan-á hjá tínítörum; hin var íhaldsamari og í anda
Channings; leituðu sumir fylgjendr hennar aftr í skjól
evangeliskrar kirkju; sumir urðu máttarstólpar í hinum
óbundnu söfnuðum Kongregazíónalista, en sumir að-
hylltust síðar að öllu leyti kenninga-kerfi Únítara einsog
það var frá Theodore Parker komið og haldizt hefir í
megin-atriðum síðan óbreytt til þessa dags.
Þeir, sem kunnugir eru upphafi og framþróun Úní-
tara-stefnunnar hér í landi, geta ekki annað en séð, hversu
líkt er á komið með þeirri stefnu og stefnunni, sem ræðr
fyrir liinni svo nefndu „nýju guðfrœði“ í samtíð vorri.
Theodore Parker segir um Únítarismusinn: „Hreyfing-
in hófst meðal menntuðustu manna í þeim liluta Vestr-
lieims, þarsem menningin er mest, og meðal þeirra manna,
sem ekki höfðu til brunns að bera trúarþroska hlutfalls-
lega við vitsmuni sína og siðfágunú (Weiss’s Life of
Parker, Vol. 1, p. 270.) Byr undir vængi fékk og Únítara-
stefnan í byrjun með bókmennta-öldinni nýju, sem upp
rann um sama leyti og á sama stað. Þá áttu enn fremr
umbrot þau í stjórnmálum, sem um þær mundir höfðu svo
mikið vald yfir hugum manna, sinn þátt í því að hrinda
af stokkum nýrri stefnu í trúmálum. En það, sem öllu
fremr bjó í liaginn fyrir Únítara-stefnuna, var sá svefn
til dauða, sem fallinn var á kirkjnna sjálfa í Nýja Eng-
landi, eftir að liinn lieiti eldr hreintrúarmanna—púrítana
—hafði kulnað þar á glóðum, — trúin orðin að andlausum
formum og dauðum siðum.
Svipað ]>essu er ástandið nú lijá vorri þjóð, og líkt
fer nýju guðfrœðinni hjá oss. Hún sprettr upp við höf-
uðból menntunarinnar á Islandi, samhliða nýjum bók-
mennta-straumum og þjóðmála-hreyfingum. En það,
sem jarðveginn gjörir frjósaman fyrir nýja stefnu, er
rœktarleysið, sem komið er þar í kirkjutúnið, þarsem hin
gamla kirkja liggr í rústum, og svefn, þungr sem dauð-