Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 23
§7 að prédika á því máli, og væri þaö ólíkt hagkvæmara fyrir fé- lag vort, enda yröi nemendr á þann hátt betr búnir undir það sérstaka starf, sem kirkjufélag vort hefir meði höndum, ef þeir hefði kennara, sem skildi einstaklegar þarfir vorar út í æsar. Með þessu myndi einnig aukast samhugr og kynning milli fs- lendinga austan fjalla og vestan, og trúboðsmálum strandar- innar yrði betr borgið en ella. Og annaðhvort deyr hinn litli vísir íslenzks kristniboðs á ströndinni vestra út, ellegar þar verða tvö prestaköll innan fárra ára,> eða ef til vill fleiri, því líkur eru til, að smámsaman flytji fleiri fslendingar vestr að hafi en orðið er. Lítil líkindi eru til, að þetta myndi kosta kirkjufélagið mikið. Að sjálfsögðu ábyrgist kirkjufélagið kennaranum laun hans. En svo verði hann sumrinu til að afla fjár til skólans, einsog hinir kennararnir. Og reynslan er sú í Chicago cg ann- arsstaðar, að um sumartímann innheimtist nœgilegt fé til næsta árs. Er nú ekki þetta þess vert, að um það sé hugsað? Og er skólamáli voru svo vel komið nú, að vér getum betr gjört? Síðar-meir er hugsanlegt, að vér getum komið upp skóla, sem v.ér að öllu leyti eigurn sjálfir. En í bráð er það betra en ekki að kosta eða ábyrgjast eitt kennaraembætti við skóla og hafa hans full not. Og? sama má nemendum vera, hvort þeir fara til Chicago eða Seattle til náms, að öðru jöfnu. Eg kynntist í Portland íslenzkum nemanda við skólann, — Sigurði Ólafssyni frá Seattle. Mannvænlegr maðr er það og líklegr til gagns, er tímar líða. En aldrei fyrr hefi eg séð jafn-miklu fórnað til að öðlast mennt- un. Hann er kvæntr maðr og á eitt barn, og dvelr kona hans með barninu hjá honurn við skólann. Efni eru engin, er telj- andi sé, en skuldir nœgar. Sigurðr vinnr fyrir sér frá kl. 9 að kvöldinu til kl. 7 að morgni. Fer þá frá vinnunni til náms við Portland Academy, og er þar til kl. 11. Fer þá heim og er við fyrirlestra í guð- froeði til kl. 2—-3 eftir atvikum, og sefr svo til kl. 9. Eigi hann að hafa nokkurn tíma til að' undirbúa lexíur sínar, þí. verðr hann að taka hann af svefntímanum. Og betr gengr honum námið að sögn kennaranna en nokkur von er til. Er nú ekki ástœða til að styðja þennan mann? Hann á tvö ár eftir til að ná prófi í guðfrœði, og „Matriculation stand- ing“ feins og það er kallað í Manitoba J í öðrum námsgreinum. Eg leyfi mér að mælast til, að þetta atriði verði tekið til um-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.