Sameiningin - 01.05.1913, Blaðsíða 25
8g
oss skortir svo mjög menn og fé, meir þó menn. Svo búiö
má ekki lengr standa, ef vel á að fara.
Vér þurfum sex starfsmenn umfram þá, sem nú eru, og
hefðum enda verk handa fleirum. — Og vér þurfum um $4000
til $5000 árlega, um nokkur ár. — En hvernig getum vér full-
nœgt þeirri þörf?
Allsherjar trúmálaþing lúterskt stendr til að haldið verði á næsta
hausti í Niirnberg á Þýzkalandi, 8.—11. Sept. Það verðr hið fjórt-
ánda þing þeirrar tegundar í sögu lút. kirkjunnar. Hið fyrsta var
haldið 1868, og sóktu það 15 hundruð lúterskra manna úr ýmsum lönd-
um, þar á meðal önnur eins stórmenni og Euthardt og Philippi. Um-
rœðu-efni á þingi þessu fyrirhuguð: I. Hví verðum vér að halda oss
fast við trúarjátningar vorar? — og 2. Hvernig stendr á því, að trú-
vakning verðr kirkjunni ekki lengr að neinu liði? Dr. Zahn frá há-
skólanum í Erlangen svarar fyrri spurningunni og byrjar með því
erindi sinu umrœður um það mál. Dr. Haak, yfirkirkjuráð í Schwe-
rin, hefr umrœðurnar út-af hinni spurningunni. Þing þetta á að efla
eining í vorri kirkjudeild, sem af ýmsum orsökum er mjög sundr slitin.
Árangr af kristniboðinu í Mið-Afríku er stórkostlegr. Fyrir
þrjátíu árum hófst sú starfsemi þar út-af hinni sterku áskoran, sem
Stanley bar fram, um að sendr væri að minnsta kosti einn maðr árlega
inn-á landflæmi þetta hið ókunna til að flytja fólkinu villta þarlenda
fagnaðarerindi kristindómsins. Nú er þar, að sögn, um tvær þús-
undir kirkna og skóla, meira en hundrað innfœddra prestvígðra manna,
60 þúsundir, sem snúizt hafa til kristinnar trúar og verið skírðar, sex
liundruð þúsundir barna í hinum kristnu skólum. í Úganda-
héraði einu kvað tala innfœddra ‘fagnaðar-boða’ og meðhjálpara vera
32, tala kirkna og bœnhúsa þúsund; þar á meðal er höfuðkirkja ein,
sem rúmar fjórar þúsundir manns. Þar eru fimmtíu þúsundir skírð-
ar, og scekir allt það fólk helgar tíðir samvizkusamlega. í Úganda
eru hundrað þúsundir innfœddra, sem kunna að lesa og skrifa, og 250
þúsundir, sem njóta reglubundinnar trúarfrœðslu. Þetta mun eins-
dœmi í sögu kristniboðsins í heiminum.
Einn af gimsteinum fornaldar-bókmennta vorra er nú fenginn is-
lenzkri alþýðu I hendr, þarsem er Iúlja Eysteins munks Ásgrímssonar I
hinni nýju útgáfu hr. Boga Th. MelsteSs frá Kaupmannahöfn. 1 Lilju
ris kristin trú hæst i sögu þjóSar vorrar í kaþólskum siö, jafn-hátt aS
sínu leyti einsog I Passíusálmum Hallgríms Pétrssonar á tímanum öll-
um eftir reformaziónina. Gamalt orötak lifir enn: ,,öll skáld vildu
Lilju kveSið hafa.“ Svo var fyrrum; en nú langa-lengi hefir kvæði
þetta veriS íslendingum sem glataSr gimsteinn, þvi útgáfa af því viS
alþýðu hœfi var engin til. Hin nýja útgáfa er stór-þakkarverS. Dr.
Finnr Jónsson háskólaprófessor hefir séS um textann.
RitiS verSr aS fá I bóksölu hr. Halldórs S. Bardals hér I Winnipeg.
I seinasta hefti „EimreiSarinnar" eignar háttvirtr herra ritstjór-
inn, dr. V. G., Jesú Kristi, frelsara vorum, hin alkunnu orS Pílatusar: