Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1915, Side 3

Sameiningin - 01.01.1915, Side 3
339 um að sjá dagsljósið. Vér höfum sjálfir gott af því, og meðbræður vorir njóta þar góðs af ekki síður. Ljós vort á að lýsa öðrum mönnum—og þá fyrst fer það að lýsa sjálfum oss fyrir alvöru. Enginn hefir sjálfur mikið gagn af ])ví Ijósi, sem liann setur undir mæliker. Vér eigum að láta aðra menn vita um fjársjóðina, sem vér höfum fundið í orði Guðs; segja þeim frá því, hvern- ig trú vor liafi lijálpað oss til.að bera byrðar lífsins, hversu oft lhm liafi veitt oiss liuggun, styrk og gleði. Allsstaðar eru menn, sem ekki vita fótum sínum forráð í andlegum efnum; menn, sem ekki sjá annað í kristin- dóminnm en steiudautt og ískalt fræðakerfi, og vita ekki, að í trúarefnum sé neitt annað til; inenn, sem halda, að trú sé ekkert annað en skoðanir manna eða hugmyndir um tilveruna'. Vér eigum að hjálpa slíkum mönnum út úr Egyptalandi andleysisins, burt frá soðkötlum skynsemskunnar, ef unt er, með því að sýna þeim tnína sjálfa, lifandi, í dagfari og viðmóti, og ekki sízt í orðum, sem töluð eru beint frá hjartanu. Mér hefir dottið í hug, að ‘ ‘ Sam. ’ ’ gæti gert gott og þarflegt verk með því að flytja mönnum annað veifið frásagnir um persónulega trúarreynslu þeirra manna, sem góðfúslega vilja vitna um það efni. Ekki þurfa slík- ar ritgerðir að verða óljósar eða út í bláinn; því tilfinn- ingalíf vort trúarlegt stendur ætíð í nánu sambandi við einliver ákveðin umhugsunarefni: heilagar alvörustund- ir, þá er nýtt ljós rann upp fyrir oss og líf vort tók nýja stefnu; endurminningar dýrmætar um gleði eða sorg eða trúarhreyfing, sem leiddi oss beint að föðurhjarta Guðs; málsgreinar úr orði lians, sem hafa liaft djúp áhrif á hjörtu vor; fögur trúarljóð, er reyndust hinir trvgg- ustu vinir. Þetta síðastnefnda vildi eg, með góðfúsri aðstoð lesenda “Sam.”, gera að umræðuefni í blaðinu í nálægri framtíð. Langar mig til að biðja menn að senda mér eitthvað frá eigin brjósti í þessa átt — annað hvort stutt- orðar lýsingar á ágæti einhvers gimsteinsins í íslenzkum trúarljóðum, eða frásögur um andlegt lið, sem það eða það sálmversið hefir veitt á einhverri mikilvægri stund,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.