Sameiningin - 01.01.1915, Side 32
368
$100 á ári i 5 ár. Er þaö mjög myndarlega gert og tilhlýðilegt.
Þeim sjóöi veröur variö til styrktar skóla kirkjufélagsins, og þes>
vegna beint í þarfir æskulýðsins. Vilja ekki fleiri Bandalög gera
eitthvað slíkt? Væri ekki ánægjulegt, að sjá æskulýð kirkjufélags-
ins sýna því málefni rækt og styrkja þaö verklega? Þaö væri í fullu
samræmi við tilgang þeirra.
Á einum fundi í Nóvember var gestkvæmt hjá þvi Bandalagi;
þá heimsóttu það Bandalög Skjaldborgar-safnaðar og Selkirk-safn.
og enn fremur nemendurnir i Jóns Bjarnasonar skóla, 25 að tölu, á-
samt kennurunum. Var þar til skemtunar söngur, hljóðfærasláttur
og ræðuhöld, — og svo auðvitaö v'eitingar. Viö það tækifæri lét
námsfólkið heyra til sin í fyrsta sinn “skóla-gargið” sitt. fVill ein-
hver benda á betri þýðingu á enska orðinu “yell” í þessu sambandi ?)
Þótti það skemtun hin bezta, enda er sagt, að ekki hafi verið dregið
af hljóðunum.
Gaman væri að fá fréttir frá fleiri Bandalögum áður en langt
líður.
--------0--------
SNJÓBOLTINN.
Börnin voru að leika sér að því að búa til stóran snjóbolta;
þau ætluðu hann í snjókerlingu. Þau veltu boltanum litla upp úr
snjónum og smámsaman hlóðst snjór utan á hann, og hann varð svo
stór, að börnin gátu ekki hreyft hann úr stað.
Ein stúlkan sagði mömmu sinni frá því, og leitaði ráða hjá
henni. En móðir hennar svaraði:
“Þú getur lært af þessum snjóbolta. Hann er eins og slúður-
saga. Þegar þú ert einu sinni búinn að láta hana út úr þér þá ræð-
ur þú ekki við hana framar. Hún heldur ferð sinni áfram, — og
alt af hleðst utan um hana meira slúður. Hún vex eins og snjó-
boltinn, og verður þér ofurefli. Þig kann að langa til þess á eftir, að
þú hefðir aldrei sagt hana; en þú átt þá ómögulegt með að finna
alla, sem hafa heyrt hana, og leiðrétta það, sem þú hefir verið völd
að, að einhverjum öðrum hefir verið gert rangt til. Lát því snjó—
boltann stóra vera þér áminningu um að gæta tungu þinnar.”
--------o--------
GÁTA.
f orðinu, sem á að finna, eru sex stafir.
2. 6. 6. og 2. stafurinn: Nafn á konu í Lúk. 2. kap.
3. 2. 4. 1. og 2 stafurinn: Staðarnafn í 2. Mós. 17. kap.
2. 3. 5. og 4. stafurinn: Nafn eins spámananna.
6. 2. 2. 3. 2. og 6. stafurinn: Mannsnafn í 2. Kon. 5. kap.
Orðið er nafn eins af dómurunum.
Ráðning gátunnar í Nóy.-blaSinu. Börnin voru 36 ('36-36-18-
9-1=100J. — Rétta ráðningu hefir sent: Emily B. Johnson, Winipeg,
9 ára.