Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1915, Side 26

Sameiningin - 01.01.1915, Side 26
362 heimiJ, barnakór. 10. Sagan af bambustrénu, lesin af Kára Bardai. 11. Einsöngur, Hólmfríður Jóhannsson. 12. “Far þú og gjör hið sama,” borið frain af nokkrum drengjum. 13. Samspil á píanó, Margr. Freeman og Þóra Stephenson. 15. Lesinn 13- kap. í 1. Kor. af drengjum. 16. Söngur (O, Little Town of Bethlehemj, barnákór. 17. “Síðan í gær”, lesiö af Fjólu Johnson. 18. Fíólín samspil, sd.- skóla börn. 19. Tuttugasti Dav. sálmur, sjö stúlkur- 20. Söngur JFrom East to WestJ, barnakór. 21. Upplestur, Norma Thorbergs- son. 22. Söngur JNú legg eg augún afturj, barnakór. ------o------- Ársfwidur Fyrsta lút. safn. i W.peg var haldinn aS kveldi dags, 19. Jan. Vegna erviðs árferðis og aukins kostnaðar á árinu óttuS- ust víst ýmsir, að fjárhagur safnaðarins gæti naumast verið ákjósan- legur. Kom þó í ljós, er fulltrúar skýrðu frá hag safnaðarins, að fjárhagtir var i góðu lagi og tekjur safnaðarins höfðu verið meiri á árinu en nokkru sinni áður, á sjötta þús. doll. Voru menn fulltrúum stórþakklátir fyrir dugnaö þeirra. Skýrsla djáknanna bar með sér, aS all-mikiö fé hafði safnast og verið varið til hjálpar fátækum, og er það ótalið i reikningsskýrslu safnaðarins. Sömu- leiðis hjálparsjóður líknarfélagsins Dorkas og sjóðir Bandalags og sunnudagsskóla, svo og kvenfélagsins. Öllum þeim deildmn safnaö- arins hafði farnast vel. Skýrsla prestsins sýndi, að á árinu hafa bætst við söfnuðinn 55 nýir meSlimir, farið fram 24 skírnir, 32 ferm- ingar, 20 hjónavígslur, 26 greftranir og til altaris veriö 540. — Full- trúar fyrir nýbyrjað ár voru kosnir: Jón J. Vopni, Magnús Paul- son, Brynjólfur Árnason, Jónas Jóhannesson og Halldór Metúsal- ernsson. Gimli-söfnuður kaus á ársfundi sínum 10. þ.m- þessa menn í safnaðarstjórn: Bened. Frímannsson Jform.J, Sv'einn Björnsson fskrifj, Ásbjörn Egilsson Jféh.J, Björn Jónsson og Finar Westmann. -------o------ Fulltrúar í Árnes-söfnuði voru á fundi 17. þ.m. kosnir: Eiríkur Eiríksson Jform.J, Mrs. Ragnh. Þorkelsson Jskr.J, Bjarni Pétursson (féh-J, Vilhjálmur Hallsson og SigurSur Þorkelsson. Dáin er í Winnipeg 14. Janúar Friðný Friðriksdóttir, ekkja Sig- uröar Steinssonar, er lengi bjó á HarSbak á Melrakkasléttu, 81 árs að aldri. Hún var móöir frú Friðriku, konu séra Guttorms Vigfús- sonar á StöS í Stöðvarfirði, Guðnýjar, ekkju Friðjóns sál. Friðriks- sonar, Sigríðar, konu Björns Dalmanns og Stefaníu Steinsson að 739 Alverstone, svo og bræðranna Freysteins bónda í Argyle og Sig- valda húsasmiðs í Winnipeg. Útfarar-athöfn fór fram í Winnipeg 17. þ m. og var líkið síSan flutt til greftrunar í grafreit Frelsis-safn- aðar í Argyle. Hin framliðna var góð og guðhrædd kona og mikils- virt.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.