Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1915, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.01.1915, Blaðsíða 23
Líka vakti þaö eftirtekt mína, sem þó er alls annars efnis, hve húsakynni eru víöast góð í þessurn bygðum og á mörgum heimilum hreint ágæt, á einstaka staö hálfgerðar hallir. Hafði mér og ekki komið til hugar, að svo mikill myndarbragur væri á fólki þarna al- ment, eins og er. Þótti mér þetta hvorttveggja mjög mikið ánægju- efni. Sömuleiðis varð eg hálf-hissa á hestaeign manna, hve mikil hún er, og hefi eg vikið að því hér og þar áður. Kristilegt líf virtist mér vera þarna, ekki síður en annarsstaðar. Var mér það gleðiefni. Eru líka þarna risnir upp ekki færri en fimm söfnuðir, sern vinur minn og starfsbróðir, séra Carl J. Olson, hefir myndað. Vil eg nú þakka fólki hjartanlega fyrir viðtökurnar og óska því x Jesú nafni drottins blessunar í safnaðarstarfseminni. FltÁ SÖFXU3UNUM Á STRÖNDINNI. Herra Sigurður Ólafsson, forstöðumaður safnaðanna vestra, ritar “Sam.” 6. þ.m.: “Starfið gengur vel. Fáir ítýir hafa að sönnu gengið í söfn- uðina, en fólkið er að laðast að. Guðsþjónustur heldur vel sóktar. í Blaine held eg biblíuskóla einn dag í viku; gef þar skýringar á þeim köflum, sem lesnir eru. Líka fara þar fram æfingar í að lesa og skrifa íslenzku. Rúmlega 25 ungmenni taka þátt í náminu Svo hefi eg einn og stundum tv’o aðstoðarmenn, er kenna 10—12 drengj- um að lesa íslenzku rneðan biblíulesturinn fer fram. Að því loknu koma báðar deildirnar saman, og er þá skemt um stund með upp- lestri, samspili og söng. Er svo endað með því að syngja í Banda- lags-söngvunum, en stundum eru sungnir enskir söngvar og sálmar. Við byrjuðum með sex ungmennum x haust. Hefir talan þetta auk- ist smátt og smátt, svo nú eru rúmlega .30- 1 Blaine er einnig hald- inn sunnudagsskóli, sem er í góðu lagi og hefir góða og áhugasama kennara; þyrftu þó að vera fleiri.” “Á Point Roberts gengur alt vel. Þar er ágætur sunnudags- skóli, með áhugasömum kennurum. Verða kennarar oft að ganga 2—5 mílur. Á Point Roberts var 2. Jan. haldin samkoma til arðs fyrir væntanlega húsbyggingu. Fór sú samkoma mjög vel fram og var löndum vorum til mikils sóma.” “Jólatrés-samkonxa i Blaine fór vel fram. Kirkjan var troðfull Milli 20 og 30 atriði á skemtiskrá, alt börn og unglingar. Börnin voru að allra dómi einkar v'el æfð og komu myndarlega fram. Margir þeirra, sem að því störfuðu að skreyta kirkjuna og tréð, voru utansafnaðar menn, fólk, sem er með oss í anda og að öllu öðru leyti en því, að nöfn þess eru ekki rituð á safnaðarskrá.” “Eg mætti velvilja fólks hvarvetna, þrátt fyrir skoðanamun, sem eðlilega á sér stað.” ------o------ FKÁ SASKATCHEWAN. Söfnuður einn lítill í grend v'ið Tantallon í Saskatchewan, sem staðið hafði í kirkjufélagi voru, levstist upp fyrir nokkrum árum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.