Sameiningin - 01.01.1915, Qupperneq 22
358
hefir þar og .aösetur sitt. Mun bær þessi, þó lítill sé, vera meiS
helztu þörpunum meö fram Oak Point-brautinni. Engir íslending-
ar hygg eg sé búsettir í þeim bæ.
Á leíöinni inn til Winnipeg bar ekkert sérstakt til tiöinda. Tveit
menn komu upp i lestina, sem eg þekti. Var annar þeirra R. Th.
Newland. Kom liann upp í lestina á Mulvihill. HafÖi eg ekki séö
hann i allmörg ár. Áttum viö nokkurt tal saman. Minnist eg ekki
að hafa séð hann í annan tíma sællegri né betur útlítandi. Grunaöi
sízt, aö hann ætti þá að eins fáa mánuði ólifaða. Er það vitanlega
gamla sagan, að duðinn kemur eins til þeirra, sem eru í blóma lífs-
ins, eins og til hinna, sem náð hafa háum aldri og ellin er búin að
beygja undir byrðum lífsins og þunga þess.
Hinn maðurinn, sem eg mætti á lestinni, var Benedikt Rafnkels-
son, kaupmaður á Clarkleigh. Vorum við gamalkunnugir og vel til
vina frá fyrri tíð. Áttum við þá báðir heima x Winnipeg. Hefir
Benedikt verzlað í allmörg ár þar úti og mun vera i góðum efnurn.
Hann er ötull maður og hagsýnn. Varð okkur skrafdrjúgt um ýnis
efni, eins og gerist þegar gamlir kunningjar mætast. Urðum við
samferða alla leið til Winnipeg.
Eru þá ferðaminningar þessar á enda. Einungis vil eg bæta við
nokkrum athugasemdum, sumpart til fróðleiks þeim, sem ókunnugir
eru þarna norður frá, en sumpart vegna þess, að eitt eða annað at-
riði vakti undrun mína og v'ar nokkuð á annan veg en eg hafði
búist við.
Til hins fyrnefnda heyrir hið ytra ásigkomulag þessarra bygða.
Bygðirnar eru stórar, vegalengdir miklar, vegir slæmir víða að
sumri til. Samgöngur innan bygðanna þá oft örðugar. Verzlun
nokkuð óhagstæð og langt til markaðar. Að hinu leytinu má heita
mikil velgengni í öllum þessum bygðum, og virðast þær eiga, eða
geta átt, ágæta framtíð fyrir höndum. Atvinnuvegir aðallega kvik-
fjárrækt og fiskiveiðar. Lítið um akuryrkju, enn sem komið er.
Skólar eru þar viðlíka þéttir og gerist í bygðum, sem eldri eru
orðnar. En undrun mína vakti það, sem mér var sagt skólana áhrær-
andi. Var mér sagt, að eftirlitsmaður frá mentamáladeild fylkisins
hefði þar aldrei komið, skólarnir hefðu verið með öllu eftirlitslausir
frá því fyrsta. Er það í meira lagi undarlegt, að þessi hluti fylkis-
ins verður svona útundan.
Annað, sem vakti undrun mína, var það, hve stjórnin er hirðu-
Iaus þar með skrásetning þeirra, er fæðast og deyja. Engin form á
pósthúsunum fyrir slíkar skýrslur. Auðvitað er þarna engin sveit-
arstjórn. En lög mæla svo fyrir, að skýrslur xtm þessi efni úr bygð-
arlögum, sem enga sveitarstjórn hafa, skuli sendar næsta sveitar-
skrifara. Og til þess að þetta geti gengið reglulega, þurfa formin
að vera til á pósthúsunum. Það eru þau ekki. Fólki því gert ná-
lega ómögulegt að gefa slíkar skýrslur, sem allsstaðar annars staðar
eru heimtaðar með mestu nákvæmni.