Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1915, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.01.1915, Qupperneq 31
367 þaö líka,” hugsaöi hann með sér; og hann herti upp hugann, gerði alt, sem læknirinn sagði honum, eins vel og hann gat. “Jæja, vel gengur nú þetta, Óli minn,” sagði læknirinn við hann eftir stundarkorn; “en þér er alveg óhætt a'ð skrafa dálítið við hann Jens. Segðu honum frá einhverju, sem er skemtilegt, — segðu hon- um frá því skemtilegasta, sem þér getur dottið í hug.” Óla gat ekki dottið neitt skemtilegra í hug, en sagan af hug- prúða piltinum og bjarndýrinu, sem hann hafði verið byrjaður að segja Jens þegar læknirinn kom. Og hann hélt sögunni áfram. Þess fastar sem Jens kreisti hönd hans, þess óðmæltari varð hann og þess fjörugri sagan. “Vildir þú ekki óska, að þú værir sv'ona hug- prúður, — svo hugaður, að þú gætir gengið beint framan að bjarn- dýri með krepta hnefana og ráðist á það ?” spurði hann. “Eg gæti það ómögulega,” svaraði Jens, og röddin skalf. “Eg er ekki nógu hugaður til þess. Eg er hugleysingi. Gætir þú það?” Óli var líka skjálfraddaður, þegar hann svaraði spurningunni, því hann vissi, að Jens tók út miklar þjáningar. “Nei, eg gæti það ekki heldur. Eg er lika huglaus. Eg myndi flýja alt sem fætur toga. Eg er mesta raggeit, Jens. Við erurr. líklega hugleysingjar báðir.” “Hana nú, þá er þetta búið, drengir,” sagði læknirinn. “Það er að lagast. Það var sannarlega gott, að þú varst hér, Óli, því eg veit ekki, hvernig eg hefði farið að, ef eg hefði ekki haft þig til að hjálpa mér.”’ “Óli kemur til þess að vitja urri mig á hv'erjum morgni,” sagði Jens. “A hverjum morgni?” spurði keknirinn, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin eyrum. “Já, hann hefir komið á hverjum einasta morgni siðan eg meiddi mig,” svarað Jens. “Það kalla eg fallega gert,” sagði læknirinn, og brosti hlýlega til Óla. Um leið og hann kvaddi, lagði hann aðra hendina á höfuð Jens, en hina á öxlina á Óla, og sagði við þá: “Eg skal segja ykkur nokk- uð. Þið eruð hugprúðustu drengirnir, sem eg hefi nokkurn tíma kynst, og mér þykir mikið varið í það, að vera kunningi ykkar. Þið eruð langt um fremri piltinum í sögunni. Hugprúðustu drengirnir eru ekki alt af í sögubókunum, og það er fleira til, sem þarf hug til að glíma við, en bjarndýr. Þakka þér kærlega fyrir hjálpina, ÓIi minn; mér þykir vænt um, að þú komst hingað í dag.” --------0-------- BAXDAT.ÖGIX. Snemma í Nóvember var Bandalögunum skrifað og til þess mælst, að þau sendu fréttir af starfi sínu og bendingar tun heppileg verkefni. Bandalag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg hefir orðið við þeim tilmælum og sent gott bréf. Það Bandalag hefir haldið fundi i hverri v'iku síðan í Septem- ber. Það hefir lofað $500 í Minningarsjóð Dr. Jóns Bjarnasonar, —

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.