Sameiningin - 01.01.1915, Qupperneq 4
340
eða })á eittlivað annað, sem í frásögur þykiv færandi og
uppbyggilegt, í sambandi við einhvern sálm íslenzkan.—
Iíefi eg fivo liugsað mér að birta smátt og smátt í blaðinu
útdrætti úr bréfum þeim sem mér verða skrifuð mn þetta
efni. Nöfnum höfundanna verður lialdið leyndum, ef
þeir óska þess. Látið ekki íslenzka feimni koma yður
til að halda því lieima, sem orðið getur öðrunt að liði.
Þér boðið mönnum trú—yðar eigin trú—þegar þér lýsið
þeim trúarljóðunum, sem yður þykir vænt um. — lltaná-
skrift mín er: Box 11, Churchbridge, Sask.
G. G.
Nautn áfengra drykkja.
(Ágrip af ræðu.)
Drekkið yður ekki drukna af vvni, því í
því er andvaraleysi.—Ef. 5, 18.
Kristinn prédikari á einatt örðugt aðstöðu gagn-
vart siðbóta- og umbóta-hreyfingum samtíðar sinnar.
Af honum er heimtað, að hann láti þar til sín taka. Þó er
almennings-álitið á þeim efnitm oftast margskift, og
heiðarlega og kristna menn getur greint á um réttmæti
sérstakra umbóta tilrauna. Einn legguir aðal-áherzluna
á þetta, annar á hitt. Allir krefjast þeir þess, að þeir
fái ákveðna aðstoð úr prédikunar-stólnum. Aftur á
móti vilja fæstir láta koma mjög fast við kaun sjálfra
þeirra. Verður því vandlifað fyrir kennimanninn, nema
svo, að liann sætti sig við að fylgja reglu þeirri, sem
presti einum var gefin af velviljuðum vini sínum:
“Láttu það alt bitna á Gyðingunum, því enginn þeirra
heyrir til þín.”
Undirstaða allra siðferðilegra umbóta er Guðs orð,
og frá því sjónarmiði einu getur kristinn maður urn þær
hugsað. Nú er það alkunnugt, að Guðs orð heggur á-
valt á rót trésins, en lætur sér ekki nægja að afsníða. grein
og grein. Guðs orð gengur beint að sjálfri eðlisspilling
mannsins og heimtar algerða umbreyting eðlis og inn-
rætis. Frá sjónarmiði Guðs orðs eru allar umbaúur fá-
nýtar, nerna svo að hjartað sjálft sé umbætt fyrir guð-