Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1915, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.01.1915, Blaðsíða 27
363 KIRKJULEGAR FRÉTTIR. DciUl þcssa annast séra Ki'istinn IC. ólafsson. Margt bendir til, aS björt framtíö sé í vændum fyrir lútersku kirkjuna í Ameríku. í því sambandi má nefna þau mörgu teikn í siöustu tí'ö, er benda til aukinnar samheldni og samvinnu milli kirkjufélaganna og einstaklinga úr kirkjufélögunum. Kunnugt er um samdrátt lútersku kirkjufélaganna norsku, þeirra þriggja: Sam- einuöu kirkjunnar, Norsku Sýnódunnar og Hauge Sýnódunnar. Þegar sú sameining er komin á, veröur um hálf miljón norskra lút- erstrúarmanna sameinuö undir eitt merki til sóknar og vamar. — Svo má benda á, hvernig svo aö segja allar deildir kirkjunnar hafa tekiö saman höndum til aö koma á útgáfu sameiginlegs málgagns fyrir lútersku kirkjuna í Ameríku. Byrjaöi þaö aö koma út 26. Okt. í haust sem leiö, og nefnist The Americcm Lutheran Survey. Er það stór-myndarlegt tímarit, sem hlýtur aö stuöla aö þvi, að draga lútersku kirkjufélögin nær hvert ööru, gera þeim ljóst hlutverk kirkj- unnar í heild sinni, og sameina kraftana um það hlutverk. Einnig hlýtur þaö að vekja athygli á lútersku kirkjunni í amerísku þjóðlífi fram yfir það, sem verið hefir. — Ejóst tákn tímanna er það, þegar kennimenn úr General Synod og Missouri Sýnódunni halda meö sér stefnu, eins og nýlega var í Baltimore, til að auka skilning og sam- úð sín á milli. Hafa þau kirkjufélög verið talin fjærst hvort öðru af lútersku kirkjufélögunum í landinu. — Vonandi fá öll þessi tákn sem fylsta uppfyllingu. í Bandaríkjunum eru 25 lútersk gamalmennahæli. Um 1,100 gamalmenni eru til heimilis á þeim. Nýlega var gefin út bók, sem inniheldur stutt æfiágrip allra norsk-lúterskra presta í Ameríku. Þeir eru um 2,000. Myndir eru líka í bókinni af öllurn nema 75 af prestunum. Úr blaðinu ‘‘The East and the West,” sem gefið er út á Eng- landi, er tilfærð áskorun sú, er hér fer á eftir, til breskrar alþýðu, að koma til hjálpar trúboðsstarfi Þjóðverja, sem vegna stríðsins er slitið úr sambandi við heima-kirkjuna. Sá sann-göfugi og sann- kristilegi andi, sem lýsir sér í þeim ummælum, hlýtur að vera til góðs öllum þeim, sem hafa fundið til sárrar hrygðar yfir því, hv'ernig styrjöldin hefir skoriö á bræðraböndin milli þjóða og einstaklinga, er kristið nafn bera. Elin umrædda áskorun er sem fylgir: — “Hvað hart sem vér þurfum að leggja að oss til aö halda við v’oru eigin trúboðsstarfi, getum vér ekki liðið, að striðið, sem geysar milli kristinna manna heima fyrir, komi á vonarvöl kristnum trúboðum,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.