Sameiningin - 01.01.1915, Blaðsíða 14
350
mánudaginn 11. þ.m. Var þar viðstatt margt ai' stór-
mennum kirkjunnar í Ameríku.
Þar höfum vér lúterskir Islendingar á bak að sjá ein-
hverjum vorum hezta vini liérlendum. Flestir prestar
kirkjufélagsins hafa átt liann fyrir kenniföður, og mun
engum þeirra nokkurn tíma gleymast viðmót lians í skóla
og utan skóla. Þar var stór og göfug sál og hjarta hreint
og gott.
Lærdómsmaður var dr. Weidner fremri flestum
sinna samtíðarmanna. Fróðleik hans er við brngðið
því nær í öllum greinum. Hann hefir ritað fjölda bóka
um guðfræðileg efni, og er fróðleikurinn aðal-einkenni
þeiria allra. Meiri undrun vakti það þó einatt, liversu
fjölfróður liann var um önnur efni en sérfræði sína, guð-
fræðina. Það var varla nokkur grein þekkingarinnar,
sem liann ekki kunni deili á. Svo ákafur starfsmaður
var liann, að liann vann oft þriggja og fjögra manna
verk í einu. Ilann liafði stóran og sterkan líkama, en
öllu má ofbjóða. Tólf hin síðustu árin, var hann mjög
bilaður á lieilsu, en hann lét samt ekki undan. Ilann
vann til hinstu stundar og dó, eins og liann hafði óskað
sér, “í aktýgjunum”, því þótt liann léti af kenslu snemma
í vetur, sökum veikinda, og flytti til Florida, liélt hann
áfram að rita og var með hækur í smíðum, er hann lézt.
Dr. Weidner lifði með það eitt fyrir augum, að þjóna
drotni Jesú Kristi. Hann elskaði kirkju Krists af öllu
hjarta. Trúarlíf lians var eina líf lians. Hann trúði
því og- kendi það, að maðurinn gæti gengið með Guði,
iifað í samfélagi við Guð hér á jörðu og verið óumræði-
lega sæll.
Guði sé lof fyrir dr. Weidner! Lifi minning iians
einnig hjá oss!
Mál Þingvallasafnaðar.
Skömmu fyrir jólin féll fullnaðardómur í yfirrétti
N.-Dakota-ríkis í máli því, er staðið liefir yfir í fjögur
ár milli klofninganna í Þingvalla-isöfnuði. Þegar söfn-