Sameiningin - 01.01.1915, Side 6
342
eins og áðrar syndir með iðrun liennar, játning liennar
fyrir Guði, bæn um fyrirgefning sakir Jesú Krists, og
yfirbót—þá yfirbót, að láta sig ekki benda þá synd aftur.
1 orði textans eru gild rök fyrir því færð, hvers
vegna bannað er að drekka sig drukkinn af víni. Post-
ulinn skoðar málið frá siðferðilegu sjónarmiði. Vín-
drykkjuna bannar liann fyrir þá sök, að “í því er and-
varaleysi. ’ ’
Andvaraleysi þýðir á máli kristindómsins það ásig-
komulag mannsins, að liann liefir slept tökum á sjálfum
sér, látið sig sjálfan lausan, s 1 e]>t úr kvíunum fýsnum
sínum og tilhneigingum. Frá siðferðilegu sjónarmiði
skoðað, er andvaralevsi anddyri helvítis. Sá maður,
sem mist hefir stjórn á sjálfum sér og hrekst sem stýris-
laust skip á öldum girnda og holdsfýsna,, er sann-
arlega á barmi glötunar. í það ástand lendir
sá, sem vitið og viljann drekkur frá sér. Drukk-
inn maður fremur inargt það, ,sem hann allsgáður
skammast sín fyrir. Blygðunarsemin, sem er einn aðal-
verndarengill siðferðisins, kafnar í áfenginu. Þoss
vegna á það sér stað, að inenn drekka sig drukna til þess
einmitt að geta feugið sig til að kasta sér út í hyl synda-
nautna og svívirðinga. Ódruknum varnar blygðunar-
tilfinningin mörgum frá að tala það og aðhafast. sem
þeir druknir svala með lund sinni og losta.
Orð postulans staðfestir dagleg reynsla. Þau eru
staðfest í hegningarhúsunum, þar sem skýrslur sýna, að
þrír af hverjum f jórum glæpamönnum eru þangað komn-
ir fyrir glæpi, sem þeir liafa framið druknir af víni. I
andvaraleysi ofdrykkjunnar eru framin þau glæpaverk,
sem sjötíu og fimm af liverju hundraði glæpamanna
leiða í hegningarhúsið og gálgann. Og þó er líklega
hlutfallslega hærri tala þeirra, sem vegna vínsins saurg-
ast, þótt þeir ekki komist undir manna liendur vegna
sannanlegra stórglæpa. Og orð postulans um andvara-
leysi víndrykkjunnar eru staðfest í hœlum vitfirringa,
þar sem skýrslur sanna, að meirihluti þeirra lánleys-
ingja, sem þar liafast við, er þar beinlínis fyrir það, að
hafa drukkið frá sér vitið. Og orð postulans eru stað-