Sameiningin - 01.01.1915, Side 7
fest á sjúkrahúsunum, þar sem svo margir mega kenna
víninu um meiðsl sín og heilsubilun, og þar sem svo
margir deyja af því vínnautn þeirra Iiefir gert þá óliæfa
til að veita sjúkdóms-árásum náttúrlega mótspyrnu. Og
orð postulans staðfesta fátœhra-stofnanir um land alt,
þar sem áfenginu er öllu öðru fremur um að kenna eymd-
ina og allsleysið. Og orð postulans staðfesta heimilin
óteljandi, sem flaka í sárum fyrir andvaraleysis-athafnir
drykkjumannsins, og staður sá, sem vera á að vilja
(íuðs jarðnesk paradís, er orðinn að svartast helvíti
vegna ófriðar og óreglu, sem vínið veldur. Og orð post-
ulans staðfesta börnin, sem í heiminn fæðast með Kains-
merki ólánsins á ennum sér, brennimerkt til ævarandi
eymdar af víndruknum foreldrum sínum áður en þau
voru getin í móðurlífi.
Andvaraleysi þetta, sem ofdrykkjan veldur, for-
dæmir Guðs orð, og nú orðið fordæmir almennings-álitið
það einnig. Skylda kristins manns er því augljós, að
því er snertir ofdryk'kju.
* * * *
Vandasamara meðferðar er spursmálið um svo
nefnda hófdrylckjn.
Enga löngun liefi eg til þess, að teygja Guðs orð til
þess að fá tilefni til að kveða upp dóma yfir bræðrum
mínum. Ekki dettur mér í liug að hver sá maður drýgi
synd, isem bragðar á áfengum drykk. Ekki heldur treysti
eg mér til að afsaka hófdrykkju eða réttlæta hana með
Guðs orði, og veit eg þó, að ritningin talar um leyfilega
vínnautn; við frásöguna um brúðkaupið í Kana kannast
eg; og það hefi eg lesið, að Páll postuli ráðlagði vini sín-
um að neyta víns við sjúkdóms-kvilla. Samt sem áður
get eg ekld afsakað hófdrykkju með Guðs orði. Mér er
það sem sé Ijóst, að víndrykkja nú er nokkuð annað en
var hjá Gyðingum á tíð nýja testamentisins. Ekki veit
eg fyrir víst, hvort vín það, er trúaðir Gyðingar neyttu,
hefir ávalt verið óáfengt. Má vera, að það liafi stundum
verið afengt. Þó er það undarlegt, hafi svo verið, að
vín það, er orþódox Gyðingar nú neyta og eitt er þeim
samkvæmt siðvenjum þeirra leyfilegt, er algerlega óá-