Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1915, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.01.1915, Qupperneq 9
345 mestur, og mestur sá kærleikur, sem knýr mann til að fórna eigin hagsmunum sínum fyrir velferð bræðra sinna, neita sjálfum sér um veruleg eða ímynduð gæði, geti það orðið öðrum til blessunar. Samlrvæmt Guðs orði getur það verið heilög skylda manns, að neita sjálf- nm sér um eitthvað það, sem í sjálfu sér er saklaust og leyfilegt, ef það getur haft illar afleiðingar fyrir ein- hvern annan. Þá kærleiks-skyldu hefir postulinn Pál! nákvæmlega brýnt fyrir oss, og sjálfur sýndi liaun í verki, hvernig liana ber að ynna af hendi. Kærleika þennan ber oss fyrst og fremst að auðsýna “hinnm veik- ari bróður.” Þann göfugleik kennir oss Guðs orð, að hinn sterki skuli aðstoða hinn veika; en aftur á móti var- ar Guðs orð mjög alvarlega við því, að lmeyksla, þ.e.a.s. leiða nokkurn mann í villu eða verða honum til falls. Svo fast kveÖui- þar frelsarinn sjálfur að orði, að betra segir hann það sé, að kvarnarsteinn væri festur við háls manni og manni sökt í sjóinn, heldur en að maður verði til þess, að hneyksla einhvern smælingja. Ekkert meira slys getur hent mann en það, að leiða annan mann af- vega með eftirdæmi, enda þótt sú afvegaleiðsla ekki hafi verið fyrirhuguð. Aldrei getur maður verið öruggur um það, að enginn hafi ilt af eftirdæmi sínu, ef maðui' hefir víndrykkju fyrir öðrum, þótt í hófi sé. Enginn veit, hver áhrif það kann að hafa á einhvern ungling; enginn veit, nema einhver drengur, sem nú er hreinn og óspiltnr, luinni fyrir ])að að verða ólánsmaður og glat ast. Kærleiks-skyldan, sem Guðs orð brýnir svo alvar- lega fvrir oss, knýr oss til þess, að vera bindindismenn, ef ekki sjálfra vor vegna, þá vegna annara, því náungann er oss kent að elska eins og sjálfa oss. Þnnnig finst mér, að vér hljótum á inál þetta að líta samkvæmt Guðs orði. Og ef vér látum Guðs orð upp- lýsa samvizku vora, verðum vér ekki í neinum vafa um það, hvernig vér eigum að breyta í þessu efni, liver að- staða vor á að vera gagnvart nautn áfengra drykkja.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.