Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1915, Side 5

Sameiningin - 01.01.1915, Side 5
341 legan náðarkraft og það lielgist í samfélaginu við Jesúm Krist. Guðs orð krefst gjörbreytingar syndugs mann- eðlisins og endumýjungar þess í trúnni. Án þeirrar gjörbreytingar eru allar smábreytingar fánýtar. Eigi að síður verður það skylda hvers kristins prédikara, að lieimfæra kenningar Krists til hins livern- dagslega lífs og láta sannan anda Guðs orðs ná að upp- lýsa hin siðferðilegu vandamál, sem fyrir liggja. Við það vandaverk er prédikarinn ávalt í liættu staddur, þeirri hættu, að boða eigin skoðanir sínar sem Guðs orð, eða teygja það út yfir það efni, er hann sjálfan langar til að koma að. Á liinn bóginn er hann í þeirri hættu, að láta almenningsálit, eða ótta við einstaka menn, ]ira;ða sig frá að heimfæra Gnðs orð upp á sérhverja synd. Ekkert bleyðimenni er fyrirlitlegra en sá prestur, sem ekki þorir að prédika allan sannleikann um siðferðileg efni. 4 * ak * Eitthvert stærsta vandamál mannfélagsins er áfeng- isbölið. Uin ]iað er rætt og ritað frá margskonar sjónar- iniði. Ætlunarverk vort nú er að ræða það frá sjónar- rniði Guðs orðs. “Ðrekkið yður ekki drukna af víni, því í því er and- varaleysi.” Svo hljóðar það Guðs orð, sem nú er sér- staklega liaft í huga. Hér eru bein og skýlaus fyrirmæli úr Guðs orði. Þessu orði erum vér allir skyldugir að hlýða. Þegar vér göngum í söfnuð, skrifum vér allir undir þá skuldbinding, að íáta Guðs orð vera algilda mælisniíru fvrir trú, kenning og breytni vorri. Sumir, sem ásáttir eru um það, að láta Guðs orð vera mælisnúru trúar og kenningar, og fylgja því fast fram, virðast al- veg hafa gleymt því, að Guðs orð er og mælisnúra hvern- dagslegrar breytni kristins manns. Undir þessa reglu breytninnar liöfuin vér allir gengið við inngöngu í söfn- uð, enda vorum undir liana gefnir af almáttugum (íuði hvort sem var. Að brjóta þá reglu, sem Guð hefir sett breytni vorri, er synd. Að drekka sig drukkinn af víni, er ]>ví synd, isynd á móti Guði og orði lians. Það er synd, sem hver sá. er í hana fellur, verður að bæta fvrir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.