Sameiningin - 01.01.1915, Síða 19
355
kvöldi dags og talar rólega við konu sína unii hcimiliö og búv'erkin.
Svo langt sem mig rekur minni til, hefi eg aldrei séö andlit konu
þeirrar eins og þaö er nú, laust viö alla mar-bletti. Marga a'öra
gæti eg nefnt, sem tekið hafa sömu stakkaskiftum. Þeir ganga allir
hóglátlega að vinnu sinni, meö ósk þeirri og von, aö vínsalan veröi
aldrei lcyfö aftur, og aö bölvun ofdrykkjunnar nái ekki framar aö
spilla þessarri nýju gullöld þjóðarinnar.”
“Vínsölubanniö”, ritar annar sögumaður, “hefir haft hin heilla-
vænlegustu áhrif á bændalýöinn og verkmannastéttina. Öllu fé sínu
verja þeir til að bæta bújarðirnar. Enginn óþverra-söngur heyrist
nú framar í þorpunum; ekkert ölæðisþref heima fyrir; engin ribb-
alda-læti. Alt er kyrt í þorpunum á helgum og tillidögum. Enginn
sést drukkinn; hvergi verður vart við áflog. Konur og börn blessa
yfirvöldin fyrir afnám vínsölunnar.
Svo mikill er ágóðinn, fjárhagslega skoða'ð, að slaga mun hátt
upp í væntanlegan stríðskostnað, segja Rússar. í brúðkaupsveizlum
bænda var það t.d. alsiða, að verja ekki minna en sjötíu dölum fyrir
vín og vodka• Það er því ekki kyn, þótt Rússar fögnuðu ráðstöfun
þessarri með fáheyrðum áhuga og héldu þúsundárarikiö í nánd
sumir hverjír.
“Vér þurfuin engin yfirvöld framar til að vernda friðinn á meðal
vor,” segir einn bréfritarinn. “Sérhver borgari heldur nú sjálfum
sér i stilli. Ef drykkjustofunum verður haldið lokuðum framvegis,
þá tæmast fangelsin, geðveikrahælin verða mannlaus, lögreglan fær
ekkert að gera, dómstólarnir fá engan sakamann, Iæknarnir enga
sjúklinga-”
<;.
KVITTUN.
Svar Árna Sveinssonar til mín, það er út kom í nokkrum blöð-
•um “Heimskringlu” síðastliðinn vetur, er nú komið á gang aftur sér-
prentað. Ekki skal sending þeirri synjað viðlits; en þó verð eg að
fara eftir “Heimskringlu”-útgáfunni, því þessa síðari hefi eg ekki
séð. Um aðra ritgerð frá hr. Árna — greinina, sem viðræður okkar
spunnust út af — fanst rnér eg geta sagt það með sanni, að höfund-
urinn hefði þar gætt vits og stillingar og leitast við að vera sann-
gjarn. Ekki get eg lokið samskonar lofsorði á þetta svar hans, og
er mér þó meinlaust við manninn,.
Fyrsta atlaga höfundarins eru lastmæli nokkur um Jehóva gamla
testamentisins. Segir hann, að Drottinn sé þar “látinn skipa ísra-
elsmönnum—gegnum Móse—ýms glæpa og níðingsverk.” Þessu til
stuðnings kemur höf. svo með orð Mósesar í 4. Mós., 31. kap., þar
sem spámaðurinn skipar fyrir um aftöku midíanskra herfanga og
um lífgjöf allra óspiltra stúlkubarna, er finnist í hópnum. Hvort
sem þar er að ræða um “glæpa og níðingsverk” eða ekki, þá er hitt
víst, að Drottinn er einmitt ckki “látinn skipa” þetta “gegnum Móse.”