Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1915, Side 21

Sameiningin - 01.01.1915, Side 21
357 betri. Má þaö annars makalaust heita, hve lítiö fólk leggur á sig til aö komast til messu og hve sjaldan margir fara í kirkju. — Ef til vill er þetta andlega sinnuleysi vort einmitt af því, hve drottinn fer vel með oss. Gamla sagan aö endurtaka sig: “En þegar ísrael varö fullur og feitur, fór hann að gerast rembilátur; þú ert oröinn feitur, sællegur og digur. Þá yfirgaf hann drottin, skapara sinn, og fyrir- leit hellu síns hjálpræöis.” (5. Mós. 32, 15J. Er það ekki ömurleg- ur vitnisburöur um vesalmensku manns og aumingjaskap, aö guö skuli ekki mega gefa manni nokkra tegund af velgengni, nema mað- ur verði við þaS rembilátur og hégómlegur? Á þetta ekki eingöngu viS suma, sem skyndilega hafa komist í nokkur efni og viS þaS hafa fengið þaS óhemju álit á sjálfum sér, aS þeir verSa nálega ómögu- legir menn til nokkurrar samvinnu, heldur á þetta og viS suma skóla- menn vora, þá menn, sem hlotiS hafa v'elgengni nokkra, ekki í gler- hörSum peningum né i verömætum, áþreifanlegum eignum, föstum eða lausum, heldur velgengni á mentabrautinni, skaraS fram úr á ein- hvern hátt, annaS hvort í raun og veru, eSa þá í ímyndan sinni og sumra annarra. Er þaS meir en lítiS illa fariS, þegar slíkir menn verSa aS hégómlegum aumingjum, svo metorðagjarnir, orSsjúkir og uppstökkir, aS alt, sem sagt er eSa gert, snýst um þá sjálfa og miSar alt til að gera dýrð þeirra sjálfra sem mesta. Má þaS undarlegt heita, að sumir af helztu leiðtogum þjóSar vorrar heima á íslandi skuli enmitt vera meS þessu marki brendir. Finna mun og mega nokkra meS þessu sama marki hér vestra,, en, sem betur fer, munu þeir þó tiltölulega fáir. — Mikið, aS drottinn skuli gefa manni svona mikiS af vellíSan, þegar maöur.kann svo illa meS þaS aS fara. Daginn eftir, mánudag 2. Febr., lagSi eg upp frá Birni Th. Jónssyni, alfarinn úr þessum bygSarlögum, áleiSis til Winnipeg. Var ferSinni fyrst heitiS til Ashern og skyldi stíga þar á hraSlest morg- uninn eftir. Er Ashern nálega ellefu mílur í austur frá Silver Bay. Er þaS styzt til járnbrautar úr bygSum þessum. Úr SiglunesbygS og Narrows er vegalengdin um og yfir þrjátíu mílur. Nokkru styttra úr austurbygSunum, Dog Creek og kring um Dog Lake. AS vestan verSu viS vatniS, þarna norður frá, er engin járnbraut, nema óraveg í burtu. Von þó um framlenging brautar þeirrar, sem ligg- ur meS vatninu og nú er komin til Eangruth. Getur svo fariS, aS sú braut komi mjög nærri þeim löndum vorum, sem búsettir eru á Ash- am Point, eSa í grend við Cyer P.O. YrSi þá og Reykjavíkur-bygö bærilega sett, aS vetri til, þegar beint má komast. Benedikt bróSir Björns keyrSi meö mig. HöfSum viS góSa ferS og greiöa. VeSur var dimt og muggulegt, kafald nokkurt, en ekki mjög kalt. Brautir hálf-erfiSar. HöfSu lítiS veriS farnar und- anfama daga, en nokkuS snjóaS. Komum viS til Ashern skömmu eftir miöjan dag. Þurfti Benedikt aö biSa þar til morguns og vorum viS samnátta í Ashern um nóttina. Ashern er bæjarkorn dálítiS, líkt og svo ótalmörg járnbrautar- þorp hér í landi, nokkrar sölubúðir, tvær smákirkjur, o.s.frv. Eæknir

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.