Sameiningin - 01.01.1915, Síða 29
365
FYRIR UNGA FÓLKIÐ-
Deild þessa annast séra Friörik Hallgrímsson.
SIÍJALDMERKI LÚTERS.
Hér er niynd af skjaldmerkl því, er Lúter lét gera
sér og höggv'a í stein yfir húsdyrum sínum i Witten-
berg.—Sjálfur geröi hann grein fyrir þýðingu merkis-
ins á þessa leiö:
“Svartur kross i rauöu hjarta; því til þess aö geta
orðið sáluhólpinn, er nauSsynlegt aö trúa af öllu hjarta á hinn kross-
festa Drottinn vorn; og þó að krossinn valdi þjáningu og sjálfsaf-
neitun, þá spillir hann þó ekki manneðlinu, heldur þvert á móti held-
ur hjartanu lifandi. Hjartaö á að v'era í hvítri rós, til þess að
sýna, að trúin veldur gleði, huggun og friði, og vegna þess að það
er litur anda og engla, og gleðin er ekki jarðnesk gleði. Rósin á að
vera í bláum feldi, af því, að þessi gleði er byrjun himneskrar gleði
og hvílir á himneskri von. Og utan urn þann feld á að vera gull-
hringur, vegna þess, að himneska gleðin er eilíf og dýrmætari en
allar aðrar eignir.”—
Þetta tnerki hefir Bandalag lútersku kirkjunnar í Vesturheimi
fLuther League of America) gert að félagsmerki sínu; og víða bera
lúterskir menn það, til þess að sýna hvaða kirkjudeild þeir tilheyra.
Vel ætti við, að Bandalögin innan kirkjufélagsins notuðu einnig
þetta fallega merki. Bandalag Immanúelssafnaðar hefir tekið það
upp og gefur það nýjum meðlimum við inngöngu.
Merkið kostar frá 2 ct. og upp að $5.00 eftir gæðum og gerð-
HUGPRÚBIR DRENGIR.
“Þú ert þó víst ekki búinn að gleyma honum Jens, Óli minn?”
Bókin hans Óla var fyrirtaks skemtileg, og hann hélt áfram að
lesa.
“Óli, ldukkan er nærri því orðin 9; þú ert þó víst ekki búinn að
gleyma honunt Jens?” sagði tnóðir hans aftur eftir stundarkorn, dá-
lítið hærra.
Óli leit upp úr bókinni, hálf fljótlega. “Það er svo mikið ó-
mak, mamma,” svaraði hann.
“Það er satt,” svaraði rnóðir ltans; “en þú hefir lofað því, og
Jens á von á þér á hverjum morgni.”
ÓIi fletti blöðunum í bókinni. “Daginn sem hann meiddi sig,
hugsaði eg að mér yrði ekki mikið fyrir því að koma til hans á
hv'erjunt morgni. En nú finst mér það stundum vera Ieiðinda ómak.
Hvað skyldi hann annars þurfa að liggja lengi enn?”
“Það á eg ómögulegt með að segja þér,” svaraði móðir hans.