Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 6
2 samverksins, og til vara í forföllnm lians séra Kristinn K. Ólafsson, og varð þetta að samþykkt. Þriðja nýnngin að því er ,,Sam.“ snei'tir er það, að framvegis kemr þar út upphafsþáttr eða fyrsta „bók“ hinnar frægn skáldsögn Ben Húr eftir Lew Walllace í íslenzkri þýðing. Skáldsaga sú, sem hér er nm að rœða, er vafalanst mesta skáldskaparverk þeirrar teg- undar, sem nokkurn tíma hefir verið í letr fœrt. Höf- undrinn, sem andaðist 15. Febrúar 1905. var Vestr- heimsmaðr, og er saga þessi það af ritverkum hans, sem dýrmætast þvkir allra. Af hví að hún gjörist á holds- vistardögum frelsara vors Jesú Krists, er svo nátengd við efnið í guðspjöllum nýja testamentisins, og sýnir fólkslíf þeirrar aldar með umheimi þess svo dásamlega vel, er fyrir almenning stórkostlega mikið á henni að grœða sér til aukinnar þekkingar á einhverjum merk- asta kafla mannkynssögunnar; og yfir hinar helgu ritningar vorar varpar hún að mörgu leyti nýju ljósi, sem er frábærlega mikils virði. Auk alls þessa er sag- an meistaralega sögð og á köflum eins átakanleg og það, sem í þá átt er mest í heimsbókmenntunum. Frá því hefir áðr verið sagt í blaði þessu („Sam.“ XX, 1, í Marz 1905), hvernig Ben Húr varð til. Það var um leið og getið var um lát höfundarins. Þar sést meðal annars þetta tvennt, að Wallace varð trúaðr kristinn maðr við það að eiga við söguefnið og fœra það í letr, og það annað, að fyrsta „bók“ sögu þessarr- ar er í rauninni skáldskaparrit út af fyrir sig, og að upphaflega var ekki við því húizt, að neinu yrði síðar þar við bœtt. Kristið fólk íslenzkt hér er um þessar mundir að velta því fyrir sér, hvernig því verði varnað, að það syndaflóð ónýtra, 1 jótra, siðspillandi og guðlausra skáldsagna eftir ringlaða eða hálfringlaða höfunda, sem í seinni tíð hefir óðum verið að magnast, haldi á fram að velta sér yfir þessa vesalings þjóð. í því efni er víst ekkert annað úrræði en það, að þýtt sé á vora tungu úrval nokkurra beztu skáldsagna eftir ágæta höfunda stórþjóðanna, gefið út á prent og fengið íslenzkri al- þýðu í hendr. Þá er það trúa vor, að hún fái svo mik- inn viðbjóð á öðrum eins samsetningi í þessarri grein og nú er af ýmsum löndum vorum verið að unga út, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.