Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 10
6 ags anda að kappkosta að lifa sig inn í liana. Jarð- nesku gœðin vilja freista manna til að vanrœkja hana. Og er því skiljanlegt, livers vegna nú einkum muni vert fyrir kirkjulýð vorn að hafá þetta tákn sjálfsafneitun- arinnar, sem langafastan er, í augsýn og hlvnna að því með öllu móti. ------o-------- Á síðasta kirkjuþingi var til þess ráðið samkvæmt tillögum ársnefndarinnar í heiðingjatrúboðsmálinu, að leitað skyldi einlivern sunnudag á langaföstu á þessurn vetri fjársamskota eða offrs heiðingjatrúboðssjóði kirkjufélags vors til handa í öllum söfnuðum kirkjufé- lagsins. Þess liins sama var og leitað í fyrra, með nokkurn veginn eins miklum árangri og búizt var við— það er að segja af liálfu þeirra allra af söfnuðunum, er í þessu tóku þátt. En þeir söfnuðir, sem ekkert gjörðu í því efni, voru of margir, líklega þó lielzt, ef ekki eingöngu, fyrir þá sök, live lítið þar var um opin- bera guðsþjónustufundi um þennan tíma árs í vetrar- harðindunum í fyrra. Heiðingjatrúboðsnefndin sendir nú öllum söfnuðum kirkjufélagsins svipaða áskoran og næstliðinn vetr og vonar alls góðs. Vitanlega er fjár- hagr fólks almennt liér í landi bæði syðra og nyrðra talsvert þrengri nú en fyrir ári liðnu, þrátt fyrir liina frábærlega mildu veðráttu á vetri þessum; engu að síðr ættum vér síðan í fyrra að hafa vaxið svo mikið að á- liuga á máli því, sem liér er um að rœða, ð vér legðum nú ekki minna en þá, heldr meira, fram til þess að auka heiðingjatrúboðssjóðinn. Ef menn skilja verulega sjálfsafneitunarskylduna lieilögu, sem felst í trúnni á Jesúm Krist, eða krossmerkið drottinlega, sem svo skýrt blasir við nú á föstunni, þá sjá þeir ekki eftir þvi, þótt þeir í l>essu skyni taki sér dálítið nærri. Allir söfnuðirnir ætti eitthvað að gjöra verklega nú fyrir þetta göfuga missíónarmál, og þeir mest, sem bezt hafa tœkifœrin. Látum í þessarri grein verða gleðilega framför hjá oss á þeirri blessuðn uppvakningartíð, sem nú stendr yfir — föstunni.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.