Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 34
3°
* sjást, aö hann veitti því eftirtekt. Augu hans bæröust ekki
og voru þau eins og hann dreymdi. Þaö var eins og bæöi
úlfaldinn og sá, sem á honum sat, væri í leiöslu.
í tvær klukkustundir sveiflaðist úlfaldinn þannig áfram
á jafn-hrööu skokki og stefndi beint í austr. Allan þann
tíma hélt ferðamaörinn sér grafkyrrum og leit hvorki til
hœgri né vinstri handar. í eyöimörkinni er vegalengd ekki
talin eftir mílum eöa neinum slíkum mælikvarða, heldr eftir
eyktum—saat — og áföngum — mansil—; hálf-fjórða míla
samgildir eykt í þessarri merking, en fimmtán eöa tuttugu
og fimm mílur eru í áfanga, og er þá fariS eftir ganghraða
meSal-úlfalda. Slíkr fararskjóti af óblöndnu sýrlenzku
kyni getr hœglega fariS þ’rjár sjómílur; en þegar hann
fer eins hratt og hann getr komizt, nær hann venjulegum
vindhraSa og betr til. Þar sem nú úlfalda þann, sem hér
er um aS rœða, bar svo fljótt yfir fold, tók landslagiS fyrir
auga áhorfanda stöSugum stakkaskiftum. Jebel teygðist út
við brún sjóndeildarhringsins í vestri eins og bláleitr borði.
HingaS og þangað reis hóll úr leirmold eSa límkenndum
sandi upp úr sléttunni; slíkr hóll er nefndr tel-l. ÖSru
hvoru lyftu stuSlabergs-steinar upp ávölum krúnum sínum,
eins og nokkurskonar útverSir fjallanna gegn sléttu-öflun-
um; en annars var allt tómr sandr, ýmist rennsléttr eins og
harðbariS flœSarmál, ýmist í upphauguSum hryggjum,
stundum eins og smágjörar öldur, stundum í breiSum
bungum. En um sama leyti breyttist loftslagiS einnig.
Sólin, sem nú var komin hátt upp á loft, hafði drukkiS fylli
sína af dögg og þoku, og vermdi goluna, er lék um andlit
feröamannsins undir sóltjaldinu; nær og fjær varpaði hún
hvítleitum, daufum bjarma á jörSina og gjörði allt loftiS
blikanda.
Tvær klukkustundir liðu enn án þess nokkuS væri
staSiS viS eSa breytt um stefnu. Allr gróSr hætti. Ekkert
annaS var nú aS sjá en sandinn, og hafSi hann runniS sam-
an á yfirborðinu í skán, er brotnaSi sundr, svo aS marraði í,
jafn-óSum og á var stigiS. Jebel-fjall var horfið og ekkert
neinsstaðar í geimnum umhverfis sýnilegt, er unnt væri aS
miða sig viS. Skugginn, sem áðr hafSi falliS aftr til baka,
var nú tekinn aS falla til norSrs og fylgdist meS þeim hlut-
um, er vörpuSu honum frá sér, og þeim jafnhliSa. Og þar
sem ekki var neitt merki þess, aS numiS skyldi staSar, þá
fór nú háttalag ferSamannsins meS hverju líöanda augna-
bliki aS verSa meir og meir undarlegt.
Enginn leitar eySimerkrinnar sér til skemmtunar.
Þess er vert aS minnast. LífiS og atvinnumál þess koma
/(\ mönnum til að leggja þangaS leiö sína á brautum, sem /|\