Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 11
7
Píslarsögu-dýrðin.
Sagan iim Jesóm frá því Pílatus framseldi liann til
krossfestingar og þar til er hann gaf npp andann á
krossinum nær yfir tvær eyktir eða sex klukkustundir,
— frá því um dagmálabil, kl. 9, til nóns. kl. 3, á föstudag-
inn langa. En þessi mikli meginþáttr píslarsögunnar
skiftist aftr í tvo þætti jafndanga: það, sem gjörðist
fyrir hádegi, á liinni fyrri kvalaeykt, og það, sem gjörð-
ist eftir hádegi, á síðari eyktinni. Myrkrið yfirnáttúr-
lega, ógurlega, sem hófst á krossfestingarstöðvunum um
hádegi, myndar þar einskonar merkjalínu, sker svo að
kalla liina heilögu kvalasögu krossins sundr í tvennt.
Það, sem gjörðist á tímanum fyrir framan þá
merkjalínu, skal nú athugað.
I
I.
Fyrst koma til greina orðin, sem letruð standa yfir
höfði Jesú, þar sem hann hangir á krossinum á Golgata
og híðr dauðans í liinum skelfilegu kvölum, yfirlýsing-
in um það, að hann sé konungr. „Þessi er Jesús frá
Nazaret, konungr Gyðinga.“ Það var siðr á þeim tím-
um að auglýsa á þennan hátt, fyrir hverja sök sá og sá
maðr, er hegnt var með krossfesting, hafði verið dœmdr
til þess hryllilega dauðdaga. Þegar undir eins og kross
festingardómrinn hafði verið kveðinn upp, var spjald
með slíkri áletran búið út og hengt um háls hinum sak-
fellda manni og hann látinn bera það á göngunni út til
aftökustaðarins, ellegar vopnaðr hermaðr gekk með það
á undan honum alla leið. Og eftir að á aftökustaðinn
var komið og krosstréð var þar reist upp og bandinginn
á það negldr, var spjaldið fest á tréð upp yfir höfði
hans. Það að auglýsa þannig dauðasökina átti að vera
almenningi til hræðilegrar varúðar. Allir, sem sjónar-
vottar yrði að hinni ömurlegu prósessíu bandingjans og
hermannanna, er leiddu liann fit til dauðans, eða kœmi
við á aftökustaðnum meðan handinginn eftir krossfest-
inguna væri að stríða við dauðann, skyldi fyrir auglýs-
ing ]>essa fá skýra bending um það, við hvílíkum skelf-
ingum hver sá maðr mætti búast af hálfu réttvísinnar
eða dómsvaldsins, sem gjörði sig sekan í glœp þeim, er