Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 18
14 fljótu iiliti getr sýnzt svo, og vill því sennilega fara fram lijá mörgum. Þá er liermennirnir voru komnir með Jesúm út á Golgata, rétt áðr en þeir negldu hann á kvalatréð, buðu þeir lionum til drykkjar súrt vín myrrublandað og beiskt á bragð. Það var ekki eigin- legr svaladrykkr, heldr nokkurskonar svefndrykkr, sem liafði þau ábrif á þá, er af honum neyttu, að til- finning þeirra dofnaði og meðvitundin — hugsunaraflið — sljóvgaðist til stórra muna. Slíkan deyfingardrykk máttu menn þeir fá, sem dœmdir voru til hins hrylli- lega krossfestingar-lífláts, áðr en hegningunni var við þá beitt. Lögin leyfðu það. Og er það vottr þess, að ögn af mannúð var þó til einnig á þeirri grimmúðugu öld í heimsríkinu rómverska. Jesús virtist fvrst ætla að þiggja drykk þennan, en er hann hafði dreypt á honum, vildi hann ekki drekka. Telja má víst, að ræn- ingjarnir hafi fegnir l>egið þetta boð, en hann ekki. Þar birtist liin konunglega tign hans að því er liugrekk- ið snertir. Hann sá til botns kvalahafið ógurlega, sem nú tók við fyrir lionum. Allar hinar vfirvofandi skelf- ingar krossfestingarinnar lágu opnar fvrir sálarsjón hans. Enginn hefir víst nokkurn tíma verið með eins næmri tilfinning fyrir sársauka mannlegs lífs liér á jörðu eins og hann. Þó vildi hann ekki þiggja drykk- inn, neitaði sér hiklaust um þá líkn eða kvalalinun. Vildi þola allt. sem lionum var úthlutað, með fullu ráði og ódevfðri tilfinning. Þess var brýn heilög nauðsyn, því hann átti enn eftir stór-mikið, jafnvel óendanlega mikið, að vinna af verki embættisköllunar sinnar 1 kvölunum á krossinum. Þvílík trúmennska við hina miklu, guðlegu skyldu! Þvílíkt hugrekki! Þvílík kon- ung-leg tign! Fyrir betta smáatriði, sem svo getr virzt í fljótu bragði, — það eitt iit af fyrir sig —er Jesús til- beiðsluverðr. Skyldan, sem til vor mannanna kemr frá guði gegn um orð hans. getr oft útheimt frábært lmgrekki. Frá Jesú, engum nema honum, getr slíkt hugrekki streymt inn í mannssálina. Svo trúi þá all- ir á hann og lifi daglega undir konungsstjórn hans. Þá er fyrirbœnin, sem hann bar fram við hinn himneska föður. þá er verið var að negla hann á kross- inn. ,,Faðir! fyrirgef beim, því þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ Hann vígir krossinn með þessarri bœn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.