Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 19
15 Það er fyrsta orðið lians á krossinum. Ekkert |)vílíkt hafði áðr lieyrzt á jarðríki, oy ekki heldr liefir neitt því- líkt heyrzt síðar nema af vörum þeirra, sem fyrir trúna hafa verið honum andlega samvaxnir, undir konungs- stjórn hans hluttakandi í píslum lians og fórnarkærleik. Fyrir hverjum biðr hann? Fyrst að sjálfsögðu fyrir hermönnunum heiðnu, sem voru verkfœri myrkravald- anna til að krossfesta liann; — þeir fremr öllum öðrum vissu ekki, livað þeir gjörðu. En þar næst biðr liann einnig fyrir liinum öllum, miklu miklu sekari, sem áttu beinan þátt í hinu óskaplega óbótaverki, því að einnig þeir vissu ekki nema að litlu leyti, livað þeir voru að gjöra, — hinir œðisgengnu, blinduðu, blóðþyrstu ofsókn- armenn hans. Frá að eins mannlegu sjónarmiði skoðað var þetta illverk þeirra með öllu óafsakanlegt. En hér er kærleiksauga, sem líka þar sér nokkra afsökun. Hér birtist hátign kærleikans í liæsta veldi. Hér er persóna sú, sem kennt getr öllum þá torlærðustu íþrótt, sem hugsast má, þá guðlegu íþrótt að fvrirgefa allra sárustu mótgjörðir. Gangi þá allir Jesú á liönd, undir konungs- veldi hans, til þess að læra þá íþrótt — að fyrirgefa af öllu hjarta, biðja guð um fvrirgefning fyrir sérhverja annarlega synd. Svo er þögn Jesú andspænis öllum liáðvrðunum og brigzlunum, sem vfir hann dundu á krossinum. Þau eitrskeyti koma úr öllum áttum, frá höfðingjum Gyð- inga, frá alþýðu, frá hinum rómversku liermönnum og jafnvel frá illræðismanninum öðrum, sem með honum hafði verið krossfestr. Hann þagði. Sú þögn er kon- ungleg, jafnvel guðleg. Ó, að kunna að þegja, þá er þegja ber! Taka ranglátum illyrðum, djöfullegu liáði og lasti með heilagri þögn! Guð þegir í himninum, þótt liann heyri hin Ijótu, andváralausu orð, sem töluð eru hér neðra af léttúðugum, vondum mönnum gegn ríki hans og málefni, orði hans og vilja, réttlætinu, sannleik- anum og öllu, sem gott er. Jesús þegir við brigzlunum öllum á krossinum. Dýrð hinnar himnesku kærleiks- hátignar opinberast í og með þeirri þögn. En alt í einu rýfr hann bögnina. Þá er liinn iðr- andi ræningi ávarpar hann í dýpstu sálarneyð sinni og biðr hann minnast sín, er hann komi í ríki sínu, svarar Jesús tafarlaust, segjandi: „Sannlega segi eg þér: í dag

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.