Sameiningin - 01.03.1908, Blaðsíða 26
22
sem vill bjarga lífi sínu, skal týna því.“ Það, sem fyr-
ir Jesií vakti, er í fæstum orðum þetta: Mennirnir all-
ir hafa með syndum sínum fyrirgjört lífi sínu, en til
þess er liann sjálfr í lieiminn kominn að gefa líf sitt til
lausnargjalds, svo þeir, sem lífi sínu liöfðu fyrirgjört
gæti fengið það aftr.
En ljósast sést þó, hverjum augum frelsarinn leit
á gildi dauða síns, er hann sat við borðið síðasta sinni
með lærisveinum sínum. Sakramentið, sem liann þá
stofnaði til, var til þess innsett, að með því kœmist
þeir, er þar sátu, og allir þeir, er síðar myndi í trúnni
sitja við kvöldmáltíðarborðið, í samband við i>índan
frelsara sinn. Dauði drottins átti fyrir sakramentið
að verða mönnunum líf. 1 brauðið og vínið leggr Jes-
ús á dauðastundinni kraft líkama síns og blóðs.
„Þetta er minn líkami og þetta er mitt blóð, sem fyrir
yðr verðr gefið og' fyrir yðr verðr úthellt til fvrirgefn-
ingar syndanna.“ (fetr nokkrum nú dulizt, liver til-
gangr Krists var með l>ví að ganga í dauðann? „Til fvr-
irgefningar syndanna.“ þetta er frumtónn alls, sem
Jesús kenndi, þetta, að liann gekk í dauðann, svo menn-
irnir fengi fyrirgefning syndanna, og þá líka líf og sálu-
hjálp. Svo skildist þeim það að minnsta kosti, sem til
borðsins sátu með lionum skírdagskvöldið. Þeir gengu
frá kvöldmáltíðarborðinu með þennan eina boðskap til
heimsins: „Gjörið iðrun og' sérhver vðar láti skírast
í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar, og
þér munuð öðlast gjöf heilags anda.“ Þeir prédikuðu
kross Krists miklu meir en fjallrœðuna hans. Inni-
hald alls boðskaparins var það, að Kristr sé fyrir
rangláta dáinn og hafi borið syndir vorar upp á tréð.
Kristindómr postulanna var trúin á hið slátraða lamb,
sem bar synd heimsins. Svo hafði K ri str s j álf r
kennt þeim að trúa og kenna.
Nú þykjumst vér liafa fœrt nokkur rök að því, að
Jesús sjálfr hafi kennt það um dauða sinn, að hann
væri hjartað í kristindóminum, miðdepill kærleiks-
opinberunar guðs og lífið sjálft fyrir synduga menn.
Hvernig geta þá nokkrir drvgt svo liróplega synd, að
þeir seg'i: Kennið oss líf Krists, en sleppið dauða
hans; l)oðið oss fjallrœðuna, en ekki fyrirgefninguna
fyrir blóð hans?